Category Archives: Uncategorized

Uppgjör 2013 – Hluti 1: Ósýnilegi maður ársins

Leiktíðin 2012-2013 er senn á enda í enska boltanum.  Nú er það svo að toppbaráttan er löngu ráðin og aðeins á eftir að afhenda rauða liðinu í Manchester titilinn.  Á botninum er baráttan álíka óspennandi og aðeins spurning um hvaða lið fylgir QPR og Reading niður í Championship-deildina.  Mesta spennan er því eiginlega um 3. og 4. sætið þar sem Lundúnarisarnir Arsenal, Chelsea og Tottenham berjast um tvö laus sæti í Meistaradeild Evrópu að ári.

Þessi ætti að komast óséður í gegnum varnir andstæðinganna

Við hér á Sjöunni ætlum í þessari viku að taka smá forskot á sæluna og taka saman lista yfir hitt og þetta sem viðkemur Úrvalsdeildinni og við byrjum á óhefðbundnum skammarverðlaunum.  Í flokknum „Ósýnilegi maður ársins“ eru tilfnefndir þeir leikmenn sem fyrirfram var búist við að myndu láta meira til sín taka á árinu en raun hefur orðið.  Tilnefndir eru:

Nani

Það hefur hvorki gengið né rekið hjá Nani í vetur

Fyrir leiktíðina var nokkuð rætt um að Nani myndi um lið og fara til Rússlands að eltast við hærri laun.  Það gerðist ekki en það sem gerðist hins vegar var að Nani var settur í frystiklefann og hefur lítið fengið að spila.  Maðurinn sem lagði upp flest mörk leiktíðina 2010-2011 hefur aðeins tekið þátt í 10 leikjum og þar af aðeins þrisvar leikið allar 90 mínúturnar.  Gott ef hann verður ekki bara seldur í sumar.

Darren Bent

Bent skilur hvorki upp né niður í hlutunum

Maðurinn sem áður hafði raðað inn mörkunum fyrir Sunderland gekk til liðs við Aston Villa í janúar 2011 og áður en kom að þessu tímabili hafði honum gengið ágætlega á Villa Park.  Á þessu tímabili lenti hann hins vegar í ósætti við Paul Lambert þjálfara og síðan 27. Október í fyrra hefur Bent aðeins spilað 104 mínútur í deildinni.  Hvort sem Villa fellur eða ekki hlýtur Bent að verða seldur í sumar, nema að þeir skipti um stjóra (sem er reyndar alveg líklegt).

Maicon

Það var erfitt að finna mynd af Maicon í City búningnum

Man einhver þegar sífellt var verið að orða hægri bakvörðinn Maicon við Real Madrid fyrir fáránlegar upphæðir?  Sl. sumar gekk hann til liðs við Manchester City og hefur á þessu tímabili aðeins leikið fjóra heila leiki og þrisvar sinnum komið inná sem varamaður.  Vissulega hefur hann verið eitthvað meiddur en þetta er samt sem áður skelfileg tölfræði hjá Brasilíumanninum.  Það sem réttlætir hana aðeins er frábær frammistaða Zabaleta í hægri bakverðinum hjá City.

Jack Rodwell

Rodwell hefur ekki beinlínis slegið í gegn hjá City

Annar leikmaður Manchester City á þessum lista er miðjumaðurinn sem þeir keyptu frá Everton í byrjun leiktíðar.  Hann hefur síðan þá aðeins tekið þátt í 8 deildarleikjum og yfirleitt verið arfaslakur þegar hann fær að spila.

Grant Holt

Holtarinn er búinn að vera í ruglinu á leiktíðinni

Framherjinn sem raðaði inn mörkunum fyrir Norwich City í fyrra er eini maðurinn á listanum sem hefur fengið mikið að spila.  En þrátt fyrir að spila velflesta leiki hefur hann lítið sést í sóknarleik Norwich og yfirleitt virkað of þungur og áhugalaus.  Skiljanlega hefur liðið bætt við sig sóknarmönnunum Kei Kamara og Luciano Becchio til að reyna að auka breiddina, enda hafa 5 mörk frá Holt ekki fleytt þeim langt, m.v. hans 15 á síðasta tímabili.

Sigurvegari: Darren Bent

Maður hefur ekkert séð af Darren Bent þessa leiktíðina.  Hvort sem það orsakast af meiðslum, slæmu leikformi eða ósætti við þjálfarann, þá vill maður sjá meira frá manni sem hefur verið keyptur milli félaga fyrir samtals 60 milljónir punda.  Það er engin spurning að Villa hefði vel getað notað þennan mann í vetur, jafnvel þó að Benteke hafi staðið sig vel.

 

Birt undir Aston Villa, Man City, Man Utd, Norwich, Premier, Umfjöllun, Uncategorized | Tagged , | Skildu eftir ummæli

Fantasy-deildin – 2.umferð

Nú fer að bresta á önnur umferð í deildinni og því um að gera að skoða hvaða lið eiga góða leiki og hvaða leikmenn gætu farið að hala inn stigum.

Swansea áttu stórleik á móti QPR í síðustu umferð og má reikna með að menn eins og Michu, Dyer og Vorm verði ofarlega á lista hjá Fantasy stjórum á næstunni þar sem Swansea á fimm heimaleiki í næstu sjö umferðum (West Ham, Sunderland, Everton, Reading og Wigan). Síðan er aðeins tímaspursmál hvenær Danny Graham (6.0) dettur í gang eftir að hafa verið sjóðheitur á undirbúningstímabilinu og ekki er ólíklegt að hann setji nokkur á Liberty vellinum í næstu leikjum. Lesa meira

Birt undir Fantasy, Uncategorized | Skildu eftir ummæli

Spá Sjöunnar fyrir komandi tímabil: 4. sæti

4. sæti – Arsenal

Stjóri: Arsene Wenger – Fyrirliði: Thomas Vermaelen

Heimavöllur: The Emirates (60.361)

2011/2012: 3. sæti

Komnir: Lucas Podolski (Köln – 11m), Olivier Giroud (Montpellier -13m), Santi Cazorla (Malaga – 17m)

Farnir: Kyle Bartley (Swansea – 1m), Carlos Vela (Real Sociedad – 6m), Robin van Persie (Manchester United 22.5m), Manuel Almunia (Watford – frjáls sala) Lesa meira

Birt undir Arsenal, Félagsskipti, Premier, Spá, Uncategorized, Upphitun | Tagged , , , , | 1 Ummæli

Nýliðar 2012/2013: Reading

Stjóri: Brian McDermott – Fyrirliði: Jobi McAnuff

Heimavöllur: Madejski Stadium (24.161)

2011/2012: 1. sæti í Championship deildinni.

Komnir: Gareth McCleary  (Nottingham Forest – frjáls sala), Danny Guthrie (Newcastle United – frjáls sala), Pavel Pogrebnyak (Fulham – frjáls sala), Nicky Shorey (WBA – frjáls sala), Pierce Sweeney (Bray Wanderes – Óuppgefið), Adian Mariappa (Watford – Óuppgefið), Chris Gunter (Nottingham  Forest – 2,3 miljónir).

 Farnir: Mathieu Manset (Sion – Óuppgefið), Michail Antonio (Sheff Wed – Óuppgefið)

Lesa meira

Birt undir Premier, Reading, Uncategorized, Upphitun | 3 Ummæli

Skemmtilegar pælingar hjá Gary Neville

Ef þið hafið ekki hlustað á Gary Neville, þá eru þið að missa af. Þrjár stuttar klippur, fullkomið föstudagskvöld.

„Kuldinn“ í Barcelona vörninni.

Aguero spilar undir getu (hrós).

Rekaviðurinn David Silva.

Flott með kvöldbjórnum. Enjoy.

 

Birt undir Uncategorized | Skildu eftir ummæli