Category Archives: Sunderland

Spá Sjöunnar fyrir komandi tímabil: 11-13. sæti

Spá okkar heldur áfram. Hér rennum við yfir hvaða lið við teljum að endi tímabilið í miðjumoðinu. 11-13. sæti:

Lesa meira

Birt undir Premier, Spá, Stoke, Sunderland, Swansea, Upphitun | Tagged | Skildu eftir ummæli

Yfirlit yfir kaup og sölur síðustu viku.

Dagurinn sem allir Bretar eiga skyldmenni á flugvöllum landsins er liðinn. Nú þegar rykið hefur sest er ekki úr vegi að renna yfir það sem gekk á í gær. Það bar helst að Arsenal tókst að fylla upp í þau skörð sem skilin voru eftir en liðið hefur þó veikst frá síðasta tímabili. Liverpool tókst á undraverðan hátt að losa sig við mikið af leikmönnum sem voru bara að hirða launin sín. Tottenham hélt útsölu en nældu sér einnig í Scott Parker á litlar 5 milljónir (Wenger, halló!) og Fulham nældu sér í Brian Ruiz sem margir voru spenntir fyrir. Hér er yfirlit yfir kaup og sölur gærdagsins og  að auki hef ég tekið með þau félagskipti sem hafa nýlega gengið í gegn: Lesa meira

Birt undir Arsenal, Aston Villa, Blackburn, Bolton, Everton, Fulham, Liverpool, Man City, Newcastle, Pistlar, Premier, QPR, Stoke, Sunderland, Swansea, Wigan | 4 Ummæli

Sunderland – upphitun

Leikmenn komnir: John O’Shea, Wes Brown, David Vaughan, Sebastian Larsson, Keiren Westwood, Ahmed Elmohamady (var á láni), Craig Gardner, Connor Wickham, Ji Dong-Won.

Leikmenn farnir: Jordan Henderson, David Healy, Nathan Luscombe, Robbie Weir, Michael Kay, Jean-Yves Mvoto, Liam Noble (lán), Boudewijn Zenden, Cristian Riveros (lán), Steed Malbranque, Nedum Onuoha (var í láni), Sulley Muntari (var í láni).

Lykilleikmenn: Lee Cattermole, Asamoah Gyan, Phil Bardsley.

Sunderland virðist vera að stimpla sig inn sem stabílt úrvalsdeildarlið í kjölfar þess að auðjöfurinn bandaríski Ellis Short eignaðist félagið að fullu vorið 2009. Hann réði Steve Bruce til að koma liðinu á réttan kjöl eftir fallbaráttu og flakk upp og niður um deild síðustu árin. Gamil Man. Utd-miðvörðurinn skilaði liðinu í 13. sæti á fyrstu leiktíðinni og í 10. sæti í vor. Tíunda sætið er reyndar nokkur vonbrigði því liðið var í 6. sæti í janúar, stigi á eftir Tottenham og Chelsea, en þá var tekin ákvörðun sem dró dilk á eftir sér og vikið verður að síðar. Sunderland tók stig af öllum stóru liðunum á síðustu leiktíð og sá meðal annars til þess að Chelsea tapaði 3:0 á heimavelli, sem annars gerist ekki nema í illa forrituðum tölvuleikjum.

Lesa meira

Birt undir Premier, Sunderland, Upphitun | 3 Ummæli