Category Archives: Bolton

Velkomnir í fallbaráttuna

Nú styttist óðum í að maður þurfi, með grátstafinn í kverkunum auðvitað, að kveðja einhver lið úr ensku úrvalsdeildinni. Úlfarnir sem alla hafa heillað með óviðjafnanlegum varnarleik sínum eru reyndar þegar fallnir. Eftir standa tvö niðurföll sem Blackburn, Bolton, Wigan, QPR og Aston Villa eiga svo sannarlega á hættu að leka niður í. Lesa meira

Birt undir Aston Villa, Blackburn, Bolton, Premier, QPR, Wigan, Wolves | Skildu eftir ummæli

Yfirlit yfir kaup og sölur síðustu viku.

Dagurinn sem allir Bretar eiga skyldmenni á flugvöllum landsins er liðinn. Nú þegar rykið hefur sest er ekki úr vegi að renna yfir það sem gekk á í gær. Það bar helst að Arsenal tókst að fylla upp í þau skörð sem skilin voru eftir en liðið hefur þó veikst frá síðasta tímabili. Liverpool tókst á undraverðan hátt að losa sig við mikið af leikmönnum sem voru bara að hirða launin sín. Tottenham hélt útsölu en nældu sér einnig í Scott Parker á litlar 5 milljónir (Wenger, halló!) og Fulham nældu sér í Brian Ruiz sem margir voru spenntir fyrir. Hér er yfirlit yfir kaup og sölur gærdagsins og  að auki hef ég tekið með þau félagskipti sem hafa nýlega gengið í gegn: Lesa meira

Birt undir Arsenal, Aston Villa, Blackburn, Bolton, Everton, Fulham, Liverpool, Man City, Newcastle, Pistlar, Premier, QPR, Stoke, Sunderland, Swansea, Wigan | 4 Ummæli

Bolton – upphitun

Leikmenn inn: Darren Pratley, Nigel Reo-Coker, Chris Eagles, Tyrone Mears

Leikmenn út: Jlloyd Samuel, Joey O’Brien, Tamir Cohen, Johan Elmander, Sam Sheridan, Matthew Taylor, Ali Al Habsi, Danny Ward

Lykilleikmenn: Stuart Holden, Jussi Jääskeläinen, Kevin Davies

Eftir góðæristímann undir stjórn Sam Allardyce um miðjan síðasta áratug hefur Bolton endað í neðri hluta deildarinnar og jafnvel verið í fallbaráttu síðustu ár. Sjálfsagt hafa fáir orðið ríkir á að tippa á Bolton á síðustu leiktíð því gengi liðsins var afar kaflaskipt en það endaði að lokum í 14. sæti. Með einum sigri í viðbót hefðu sveinar Owen Coyle þó komist í hinn eftirsótta efri hluta deildarinnar, þar sem þeir voru lengi vel. Þeir ákváðu hins vegar að tapa síðustu fimm leikjum tímabilsins í kjölfar þess að hafa verið slegnir út í undanúrslitum bikarsins, já og hreinlega niðurlægðir, af Stoke (Stoke-liðið er ekki með hæfileika til að skora fimm mörk í leik).

Lesa meira

Birt undir Bolton, Premier, Upphitun | 2 Ummæli