Category Archives: Swansea

Spá Sjöunnar fyrir komandi tímabil: 11-13. sæti

Spá okkar heldur áfram. Hér rennum við yfir hvaða lið við teljum að endi tímabilið í miðjumoðinu. 11-13. sæti:

Lesa meira

Birt undir Premier, Spá, Stoke, Sunderland, Swansea, Upphitun | Tagged | Skildu eftir ummæli

10 leikir, 30 stig, 2 lið

Manchester United komst á toppinn á ensku Úrvalsdeildinni í fyrsta sinn síðan 15. október á liðnu ári. Það er við hæfi að United hafi náð að tylla sér á toppinn því nú fara að hrúgast inn greinar á hinum ýmsu vefmiðlum um hvað Ferguson og strákarnir hans séu seigir á endasprettinum og hafi mikla reynslu og svo framvegis á meðan Mancini og drengirnir hans hafi ekki upplifað svona áður og muni bogna undan pressunni og þar fram eftir götunum. Það er kannski eitthvað til í þessu því að Manchester City tapaði um helgina og hefur liðið nú tapað 16 stigum í síðustu 16 leikjum á meðan United hefur vart stigið feilspor í deildinni að undanförnu, þrátt fyrir að deila megi um gæði spilamennskunnar. Nú eru 30 stig eftir í pottinum eða 10 leikir eins og þeir allra skörpustu hafa reiknað út, því er ekki úr vegi að kíkja aðeins á stöðu mála og líta aðeins í spegilinn til þess að bera saman þessa leiktíð við aðrar.

Lesa meira

Birt undir Blackburn, Man City, Man Utd, Norwich, Pistlar, Premier, Steve Keen, Swansea | Skildu eftir ummæli

Dramb er falli næst – tölfræði.

Umfjöllun fjölmiðla um enska boltann snýr yfirleitt að efri hluta úrvalsdeildarinnar og toppliðanna hverju sinni. Þetta á sérstaklega við um umfjöllun á Íslandi en hún fjallar nær eingöngu um efri hlutann með þeirri undantekningu að ef Íslendingar spila fyrir eitthver lið er vel fjallað um þau lið. Þetta er auðvitað eðlilegt því meginstraumur fótboltaaðdáenda á Íslandi, og víðar í heiminum, heldur með liðunum í toppbaráttunni og því þarf náttúrulega að svara þeirri eftirspurn. Í kjölfar þess að Swansea og Norwich eru að ná góðum árangri í deildinni (þau tvö lið sem ég spáði 200% falli) langaði mig að kanna hvernig liðum sem tekið hafa stökkið upp í úrvalsdeildina hefur vegnað í gegnum tíðina. Í þeim tilgangi fíraði ég upp í reiknistokknum og hóf að safna gögnum.

Lesa meira

Birt undir Championship, Norwich, Premier, QPR, Swansea, Umfjöllun | 3 Ummæli

Yfirlit yfir kaup og sölur síðustu viku.

Dagurinn sem allir Bretar eiga skyldmenni á flugvöllum landsins er liðinn. Nú þegar rykið hefur sest er ekki úr vegi að renna yfir það sem gekk á í gær. Það bar helst að Arsenal tókst að fylla upp í þau skörð sem skilin voru eftir en liðið hefur þó veikst frá síðasta tímabili. Liverpool tókst á undraverðan hátt að losa sig við mikið af leikmönnum sem voru bara að hirða launin sín. Tottenham hélt útsölu en nældu sér einnig í Scott Parker á litlar 5 milljónir (Wenger, halló!) og Fulham nældu sér í Brian Ruiz sem margir voru spenntir fyrir. Hér er yfirlit yfir kaup og sölur gærdagsins og  að auki hef ég tekið með þau félagskipti sem hafa nýlega gengið í gegn: Lesa meira

Birt undir Arsenal, Aston Villa, Blackburn, Bolton, Everton, Fulham, Liverpool, Man City, Newcastle, Pistlar, Premier, QPR, Stoke, Sunderland, Swansea, Wigan | 4 Ummæli