Category Archives: Newcastle

Spá Sjöunnar fyrir komandi tímabil: 7. sæti

7.sæti – Newcastle

Stjóri: Alan Pardew – Fyrirliði: Fabricio Coloccini

Heimavöllur: St. James’s Park (52.381)

2011/2012: 5. sæti

Komnir: Romain Amalfitano (Reims – frjáls sala), Gael Bigirimana (Coventry – 0.5m), Curtis Good (Melbourne Heart (0.5m)

Farnir: Alan Smith (MK Dons frjáls sala), Peter Lövendkrans (Birmingham – frjáls sala), Danny Guthrie (Reading – frjáls sala), Fraser Forster (Celtic – 2m), Leon Best (Blackburn – 3m)

Lesa meira

Birt undir Newcastle, Premier, Spá, Upphitun | 3 Ummæli

Þriðja heims vandamálið

Senn líður að jólum og þá leitar hugur margra til Afríku. Ástæðan er einföld, Afríkumótið í knattspyrnu hefur sín áhrif á ensku úrvalsdeildina. Nokkur stór lið þurfa að sjá á eftir sterkum leikmönnum í mótið sem stendur yfir í 23 daga, frá 21. janúar til 12. febrúar. Landsliðin mega samkvæmt reglum FIFA fá leikmenn til sín tveimur vikum áður en Afríkumótið hefst og því verða leikirnir 3. og 4. janúar síðustu deildarleikir manna á borð við Demba Ba og Didier Drogba í bili.

Yaya Touré er lykilmaður hjá Fílabeinsströndinni.

Yaya Touré lýsti á dögunum hve erfitt honum þætti að yfirgefa Manchester City í miðri titilbaráttu. Gangi allt upp hjá Fílabeinsströndinni og liðið komist í úrslitaleikinn 12. febrúar myndi það þýða að Touré missi af hvorki fleiri né færri en fimm deildarleikjum, auk seinni undanúrslitaleiksins við Liverpool í deildabikarnum. Svo má ekki gleyma hættunni á skotárásum og malaríu sem gæti haldið mönnum enn lengur frá.

Lesa meira

Birt undir Arsenal, Chelsea, Man City, Man Utd, Newcastle, Premier, QPR, Wigan | Skildu eftir ummæli

Bóla sem bíður þess að springa

Nei, fyrirsögnin hér að ofan vísar ekki til facebook, skyndivinsælda hljómsveitarinnar Of Monsters and Men, eða blaðranna á þessari. Ég er að tala um gengi svarthvítu sveitarinnar úr norðurhluta Englands, Newcastle. Liðsins sem er í 3. sæti úrvalsdeildarinnar, stigi á eftir meisturum Man. Utd, og eina liðsins sem ekki hefur tapað leik í deildinni ef undan er skilið ofurlið Man. City.

Andy Carroll skoraði 11 mörk í 19 leikjum fyrir Newcastle á síðustu leiktíð.

Þessi staða fékk mig til að hugsa tæpt ár aftur í tímann. Í byrjun desember í fyrra var Newcastle í 11. sæti deildarinnar, Kevin Nolan og Andy Carroll sölluðu inn stigum fyrir mig í fantasy-deildinni, og nýliðarnir virtust ætla að pluma sig ágætlega undir stjórn ungs og óreynds stjóra, Chris Hughton. Engu að síður ákvað eigandinn skrautlegi Mike Ashley þá að reka Hughton, sem hafði farið með Newcastle upp í úrvalsdeild á sínu fyrsta ári sem aðalþjálfari. (Hér ber að geta þess að Hughton spjarar sig ágætlega, er kominn til Birmingham og var valinn stjóri mánaðarins í Championship-deildinni í október).

Ég var ekki einn um að hneykslast yfir þessari ákvörðun Ashley á þeim tíma. Þeim mun meira hneykslaðist ég þegar nýi stjórinn var kynntur; Alan Pardew. „Pardew hver? Skeit hann ekki á sig með West Ham og Charlton?“ hugsaði ég með mér af yfirvegun. En Mike Ashley sá eitthvað annað en ég og það virðist ætla að reynast Newcastle vel. Ég er samt ekki sannfærður. Gengi liðsins stóð í stað eftir ráðningu Pardew á síðustu leiktíð og Newcastle endaði í 12. sæti, sjö stigum frá fallsæti. Lesa meira

Birt undir Newcastle, Pistlar | 7 Ummæli

Yfirlit yfir kaup og sölur síðustu viku.

Dagurinn sem allir Bretar eiga skyldmenni á flugvöllum landsins er liðinn. Nú þegar rykið hefur sest er ekki úr vegi að renna yfir það sem gekk á í gær. Það bar helst að Arsenal tókst að fylla upp í þau skörð sem skilin voru eftir en liðið hefur þó veikst frá síðasta tímabili. Liverpool tókst á undraverðan hátt að losa sig við mikið af leikmönnum sem voru bara að hirða launin sín. Tottenham hélt útsölu en nældu sér einnig í Scott Parker á litlar 5 milljónir (Wenger, halló!) og Fulham nældu sér í Brian Ruiz sem margir voru spenntir fyrir. Hér er yfirlit yfir kaup og sölur gærdagsins og  að auki hef ég tekið með þau félagskipti sem hafa nýlega gengið í gegn: Lesa meira

Birt undir Arsenal, Aston Villa, Blackburn, Bolton, Everton, Fulham, Liverpool, Man City, Newcastle, Pistlar, Premier, QPR, Stoke, Sunderland, Swansea, Wigan | 4 Ummæli

Newcastle United – upphitun

Leikmenn inn: Mehdi Abeid, Sylvin Marveaux, Yohan Cabaye, Demba Ba

Leikmenn út: Kevin Nolan,  Patrick McLaughlin, Daniel Leadbitter, Bon Tozer

Lykilmenn: Cheick Tiote, Fabricio Coloccini, Jonas Gutiérrez

Saga Newcastle United á úrvalsdeildartímanum er saga drauma, vonbrigða og martraða. Þessi risaklúbbur hefur í tvígang endað í 2. sæti í ensku úrvalsdeildinni (1996 og 1997) og einu sinni í því þriðja (2003) en á síðustu leiktíð léku þeir sem nýliðar í deildinni og enduðu í 12. sæti.  Liðið var eitt af þremur liðum til að vinna með 6 mörkum á síðustu leiktíð þegar þeir slátruðu Aston Villa 6-0 og þá áttu þeir eina bestu endurkomu sem sést hefur á knattspyrnutúnum Englands þegar þeir náðu að jafna gegn Arsenal eftir að hafa verið 0-4 undir í hálfleik. Skjórarnir áttu fína leiki í deildarbikarnum þar sem þeir slógu meðal annars Chelsea út í svakalegum leik en duttu að lokum út gegn Arsenal í 16-liða úrslitum. Gengið í FA Cup var hinsvegar skammarlegt þar sem þeir biðu afhroð gegn 2. deildarliði Stevenage í 3. umferð.

Lesa meira

Birt undir Newcastle, Premier, Upphitun | 1 Ummæli