Category Archives: Norwich

Uppgjör 2013 – Hluti 1: Ósýnilegi maður ársins

Leiktíðin 2012-2013 er senn á enda í enska boltanum.  Nú er það svo að toppbaráttan er löngu ráðin og aðeins á eftir að afhenda rauða liðinu í Manchester titilinn.  Á botninum er baráttan álíka óspennandi og aðeins spurning um hvaða lið fylgir QPR og Reading niður í Championship-deildina.  Mesta spennan er því eiginlega um 3. og 4. sætið þar sem Lundúnarisarnir Arsenal, Chelsea og Tottenham berjast um tvö laus sæti í Meistaradeild Evrópu að ári.

Þessi ætti að komast óséður í gegnum varnir andstæðinganna

Við hér á Sjöunni ætlum í þessari viku að taka smá forskot á sæluna og taka saman lista yfir hitt og þetta sem viðkemur Úrvalsdeildinni og við byrjum á óhefðbundnum skammarverðlaunum.  Í flokknum „Ósýnilegi maður ársins“ eru tilfnefndir þeir leikmenn sem fyrirfram var búist við að myndu láta meira til sín taka á árinu en raun hefur orðið.  Tilnefndir eru:

Nani

Það hefur hvorki gengið né rekið hjá Nani í vetur

Fyrir leiktíðina var nokkuð rætt um að Nani myndi um lið og fara til Rússlands að eltast við hærri laun.  Það gerðist ekki en það sem gerðist hins vegar var að Nani var settur í frystiklefann og hefur lítið fengið að spila.  Maðurinn sem lagði upp flest mörk leiktíðina 2010-2011 hefur aðeins tekið þátt í 10 leikjum og þar af aðeins þrisvar leikið allar 90 mínúturnar.  Gott ef hann verður ekki bara seldur í sumar.

Darren Bent

Bent skilur hvorki upp né niður í hlutunum

Maðurinn sem áður hafði raðað inn mörkunum fyrir Sunderland gekk til liðs við Aston Villa í janúar 2011 og áður en kom að þessu tímabili hafði honum gengið ágætlega á Villa Park.  Á þessu tímabili lenti hann hins vegar í ósætti við Paul Lambert þjálfara og síðan 27. Október í fyrra hefur Bent aðeins spilað 104 mínútur í deildinni.  Hvort sem Villa fellur eða ekki hlýtur Bent að verða seldur í sumar, nema að þeir skipti um stjóra (sem er reyndar alveg líklegt).

Maicon

Það var erfitt að finna mynd af Maicon í City búningnum

Man einhver þegar sífellt var verið að orða hægri bakvörðinn Maicon við Real Madrid fyrir fáránlegar upphæðir?  Sl. sumar gekk hann til liðs við Manchester City og hefur á þessu tímabili aðeins leikið fjóra heila leiki og þrisvar sinnum komið inná sem varamaður.  Vissulega hefur hann verið eitthvað meiddur en þetta er samt sem áður skelfileg tölfræði hjá Brasilíumanninum.  Það sem réttlætir hana aðeins er frábær frammistaða Zabaleta í hægri bakverðinum hjá City.

Jack Rodwell

Rodwell hefur ekki beinlínis slegið í gegn hjá City

Annar leikmaður Manchester City á þessum lista er miðjumaðurinn sem þeir keyptu frá Everton í byrjun leiktíðar.  Hann hefur síðan þá aðeins tekið þátt í 8 deildarleikjum og yfirleitt verið arfaslakur þegar hann fær að spila.

Grant Holt

Holtarinn er búinn að vera í ruglinu á leiktíðinni

Framherjinn sem raðaði inn mörkunum fyrir Norwich City í fyrra er eini maðurinn á listanum sem hefur fengið mikið að spila.  En þrátt fyrir að spila velflesta leiki hefur hann lítið sést í sóknarleik Norwich og yfirleitt virkað of þungur og áhugalaus.  Skiljanlega hefur liðið bætt við sig sóknarmönnunum Kei Kamara og Luciano Becchio til að reyna að auka breiddina, enda hafa 5 mörk frá Holt ekki fleytt þeim langt, m.v. hans 15 á síðasta tímabili.

Sigurvegari: Darren Bent

Maður hefur ekkert séð af Darren Bent þessa leiktíðina.  Hvort sem það orsakast af meiðslum, slæmu leikformi eða ósætti við þjálfarann, þá vill maður sjá meira frá manni sem hefur verið keyptur milli félaga fyrir samtals 60 milljónir punda.  Það er engin spurning að Villa hefði vel getað notað þennan mann í vetur, jafnvel þó að Benteke hafi staðið sig vel.

 

Birt undir Aston Villa, Man City, Man Utd, Norwich, Premier, Umfjöllun, Uncategorized | Tagged , | Skildu eftir ummæli

Spá Sjöunnar fyrir komandi tímabil: 17-20. sæti

Við settum saman spá fyrir komandi tímabil og birtum hana á næstu dögum með örlítilli umfjöllun um hvert lið. Hér má sjá hvaða lið við teljum að muni verma neðri helming deildarinnar. Við byrjum á 17-20. sæti og seinna í dag kemur inn 14-16. sæti.

Lesa meira

Birt undir Norwich, Reading, Spá, Upphitun, West Ham, Wigan | Tagged , | 1 Ummæli

10 leikir, 30 stig, 2 lið

Manchester United komst á toppinn á ensku Úrvalsdeildinni í fyrsta sinn síðan 15. október á liðnu ári. Það er við hæfi að United hafi náð að tylla sér á toppinn því nú fara að hrúgast inn greinar á hinum ýmsu vefmiðlum um hvað Ferguson og strákarnir hans séu seigir á endasprettinum og hafi mikla reynslu og svo framvegis á meðan Mancini og drengirnir hans hafi ekki upplifað svona áður og muni bogna undan pressunni og þar fram eftir götunum. Það er kannski eitthvað til í þessu því að Manchester City tapaði um helgina og hefur liðið nú tapað 16 stigum í síðustu 16 leikjum á meðan United hefur vart stigið feilspor í deildinni að undanförnu, þrátt fyrir að deila megi um gæði spilamennskunnar. Nú eru 30 stig eftir í pottinum eða 10 leikir eins og þeir allra skörpustu hafa reiknað út, því er ekki úr vegi að kíkja aðeins á stöðu mála og líta aðeins í spegilinn til þess að bera saman þessa leiktíð við aðrar.

Lesa meira

Birt undir Blackburn, Man City, Man Utd, Norwich, Pistlar, Premier, Steve Keen, Swansea | Skildu eftir ummæli

Dramb er falli næst – tölfræði.

Umfjöllun fjölmiðla um enska boltann snýr yfirleitt að efri hluta úrvalsdeildarinnar og toppliðanna hverju sinni. Þetta á sérstaklega við um umfjöllun á Íslandi en hún fjallar nær eingöngu um efri hlutann með þeirri undantekningu að ef Íslendingar spila fyrir eitthver lið er vel fjallað um þau lið. Þetta er auðvitað eðlilegt því meginstraumur fótboltaaðdáenda á Íslandi, og víðar í heiminum, heldur með liðunum í toppbaráttunni og því þarf náttúrulega að svara þeirri eftirspurn. Í kjölfar þess að Swansea og Norwich eru að ná góðum árangri í deildinni (þau tvö lið sem ég spáði 200% falli) langaði mig að kanna hvernig liðum sem tekið hafa stökkið upp í úrvalsdeildina hefur vegnað í gegnum tíðina. Í þeim tilgangi fíraði ég upp í reiknistokknum og hóf að safna gögnum.

Lesa meira

Birt undir Championship, Norwich, Premier, QPR, Swansea, Umfjöllun | 3 Ummæli

Norwich City – upphitun

Leikmenn inn:  Anthony Pilkington, Kyle Naughton, Elliott Bennett, Bradley Johnson, James Vaughan, Ritchie de Laet, Steve Morison

Leikmenn út: Owain Tudur-Jones, Jed Steer, Luke Daley, Samuel Habergham, Matthew Gill

Lykilmenn: Chris Holt, Andrew Corts, Elliott Ward og Paul Lambert (knattspyrnustjóri)

Norwich City eða Kanarífuglarnir eru komnir aftur í úrvalsdeildarbolta efir 6 ára bið.  Fallið var hátt frá árinu 2005 þegar þeir lentu í 19. sæti ensku úrvalsdeildarinnar því árið 2009 féllu þeir úr Championship-deildinni og léku því í 3. efstu deild tímabilið 2009-2010 í fyrsta skipti síðan 1960.  Norwich var semsagt í djúpri lægð þegar núverandi stjóri þess hinn skoski Paul Lambert tók við taumunum. Hann hefur nú stýrt liðinu upp um tvær deildir á tveimur tímabilum (síðast afrekað af Joe Royle með Man City tímabilin 1998-2000) og enn ein sönnun þess að ef þú vilt ná árangri í enska boltanum þá er ansi gott að veðja á Skota.

Lesa meira

Birt undir Norwich, Premier, Upphitun | Skildu eftir ummæli