Category Archives: Fulham

Spá Sjöunnar fyrir komandi tímabil: 8-10. sæti.

Hér birtum við spá okkar fyrir þau lið sem við teljum að verði í miðjumoðinu en gætu þó hugsanlega gert atlögu að Evrópusæti ef allt gengur eftir. Síðar í dag kemur inn spá okkar fyrir hvaða lið við teljum að muni enda í 7. sæti. Lesa meira

Birt undir Aston Villa, Everton, Fulham, Premier, Spá, Upphitun | Tagged , , | 1 Ummæli

Yfirlit yfir kaup og sölur síðustu viku.

Dagurinn sem allir Bretar eiga skyldmenni á flugvöllum landsins er liðinn. Nú þegar rykið hefur sest er ekki úr vegi að renna yfir það sem gekk á í gær. Það bar helst að Arsenal tókst að fylla upp í þau skörð sem skilin voru eftir en liðið hefur þó veikst frá síðasta tímabili. Liverpool tókst á undraverðan hátt að losa sig við mikið af leikmönnum sem voru bara að hirða launin sín. Tottenham hélt útsölu en nældu sér einnig í Scott Parker á litlar 5 milljónir (Wenger, halló!) og Fulham nældu sér í Brian Ruiz sem margir voru spenntir fyrir. Hér er yfirlit yfir kaup og sölur gærdagsins og  að auki hef ég tekið með þau félagskipti sem hafa nýlega gengið í gegn: Lesa meira

Birt undir Arsenal, Aston Villa, Blackburn, Bolton, Everton, Fulham, Liverpool, Man City, Newcastle, Pistlar, Premier, QPR, Stoke, Sunderland, Swansea, Wigan | 4 Ummæli

Fulham – upphitun

Leikmenn komnir: John Arne Riise, Csaba Somogyi, Pajtim Kasami, Dan Burn og Marcel Gecov

Leikmenn farnir: Jonathan Greening, John Pantsil, Zoltan Gera, Diomansy Kamara, Kagisho Dikgacoi, Eddi Johnson, Matthew Saunders, Metthew Reece og David Stockdale (á láni)

Lykilmenn: Clint Dempsey, Brede Hangeland og Bobby Zamora

Fulham fer inn í sitt 11. tímabil í úrvalsdeild með svipaðan mannskap og á síðasta tímabili enda stóð liðið sig alls ekki illa. Þrátt fyrir að hafa gert 16 jafntefli endaði liðið í áttunda sæti sem er annar besti árangur liðsins og fékk það þátttökurétt í Evrópudeild UEFA út á háttvísi.

Lesa meira

Birt undir Fulham, Premier, Upphitun | Skildu eftir ummæli