Category Archives: Wolves

Velkomnir í fallbaráttuna

Nú styttist óðum í að maður þurfi, með grátstafinn í kverkunum auðvitað, að kveðja einhver lið úr ensku úrvalsdeildinni. Úlfarnir sem alla hafa heillað með óviðjafnanlegum varnarleik sínum eru reyndar þegar fallnir. Eftir standa tvö niðurföll sem Blackburn, Bolton, Wigan, QPR og Aston Villa eiga svo sannarlega á hættu að leka niður í. Lesa meira

Birt undir Aston Villa, Blackburn, Bolton, Premier, QPR, Wigan, Wolves | Skildu eftir ummæli

Wolverhampton Wanderers – upphitun

Leikmenn inn: Roger Johnson, Dorus de Vries, Jamie O’Hara

Leikmenn út: Adriano Basso, Greg Halford, David Jones, Marcus Hahnemann, Nathan Rooney, John Dunleavy

Lykilleikmenn: Matt Jarvis, Roger Johnson, Steven Fletcher

Þá er komið að Wolverhampton Wanderers, Wolves eða Úlfunum. Þetta fyrrum stórveldi og Íslendingalið er á sínu þriðja ári í röð í úrvalsdeildinni eftir að hafa komist í gegnum hið erfiða annað tímabil með naumindum. Það eru kannski ekki allir sem gera sér grein fyrir að hér er á ferðinni gömul forynja sem ekki ætti að vanmeta í sögulegu samhengi, Balroggur ensku knattspyrnunnar ef svo má segja. Þrír meistaratitlar, fjórir bikartitlar, tveir deildarbikartitlar og einn sigur í Evrópukeppni félagsliða tala sínu máli og setur liðið í topp 10 yfir sigursælustu klúbba Bretlandseyja. Hér skal þó tekið fram að gullöld félagsins var á 6. áratug síðustu aldar og síðasti stóri titill kom árið 1980, en söguna skal ekki vanmeta. Það hafa verið margir tilkallaðir en fáir útvaldir til að koma liðinu í deild þeirra bestu á nýjan leik. Hinn útvaldi er Mick McCarthy og sá kallar ekki allt ömmu sína enda ekki hver sem er sem hendir Roy Keane heim af HM.

Lesa meira

Birt undir Premier, Upphitun, Wolves | Skildu eftir ummæli