Category Archives: Blackburn

Velkomnir í fallbaráttuna

Nú styttist óðum í að maður þurfi, með grátstafinn í kverkunum auðvitað, að kveðja einhver lið úr ensku úrvalsdeildinni. Úlfarnir sem alla hafa heillað með óviðjafnanlegum varnarleik sínum eru reyndar þegar fallnir. Eftir standa tvö niðurföll sem Blackburn, Bolton, Wigan, QPR og Aston Villa eiga svo sannarlega á hættu að leka niður í. Lesa meira

Birt undir Aston Villa, Blackburn, Bolton, Premier, QPR, Wigan, Wolves | Skildu eftir ummæli

10 leikir, 30 stig, 2 lið

Manchester United komst á toppinn á ensku Úrvalsdeildinni í fyrsta sinn síðan 15. október á liðnu ári. Það er við hæfi að United hafi náð að tylla sér á toppinn því nú fara að hrúgast inn greinar á hinum ýmsu vefmiðlum um hvað Ferguson og strákarnir hans séu seigir á endasprettinum og hafi mikla reynslu og svo framvegis á meðan Mancini og drengirnir hans hafi ekki upplifað svona áður og muni bogna undan pressunni og þar fram eftir götunum. Það er kannski eitthvað til í þessu því að Manchester City tapaði um helgina og hefur liðið nú tapað 16 stigum í síðustu 16 leikjum á meðan United hefur vart stigið feilspor í deildinni að undanförnu, þrátt fyrir að deila megi um gæði spilamennskunnar. Nú eru 30 stig eftir í pottinum eða 10 leikir eins og þeir allra skörpustu hafa reiknað út, því er ekki úr vegi að kíkja aðeins á stöðu mála og líta aðeins í spegilinn til þess að bera saman þessa leiktíð við aðrar.

Lesa meira

Birt undir Blackburn, Man City, Man Utd, Norwich, Pistlar, Premier, Steve Keen, Swansea | Skildu eftir ummæli

Líkleg félagaskipti í janúar

Persónulega hef ég takmarkaðan áhuga á þessum ef/hefði/kannski-félagaskiptafréttum sem hellast yfir fótboltafíkla í janúar nú þegar glugginn opnast, einfaldlega vegna þess að ég hef lesið allt of margar bullfréttir. Talið frekar við mig þegar viðkomandi leikmenn eru komnir upp í flugvél á leið í nýtt félag, eða já, alla vega þegar fréttirnar eru ekki algjört slúður heldur bara frekar sennilegar. Af þessum sökum hef ég smám saman hætt að eltast við hugsanlegrafélagaskiptafréttir um hvippinn og hvappinn. Samkvæmt hugmynd ráðagóðs vinar hef ég hins vegar til gamans oft kíkt á veðmálasíðu Sky, þar sem gefnir eru stuðlar á helstu félagaskiptin sem eru í spilunum. Síðan hefur reynst ágætlega sannspá í þessum efnum og um að gera að renna yfir líklegustu félagaskiptin að mati Sky.

Lesa meira

Birt undir Blackburn, Everton, Liverpool, Man City, Man Utd, Premier, Tottenham | Skildu eftir ummæli

Yfirlit yfir kaup og sölur síðustu viku.

Dagurinn sem allir Bretar eiga skyldmenni á flugvöllum landsins er liðinn. Nú þegar rykið hefur sest er ekki úr vegi að renna yfir það sem gekk á í gær. Það bar helst að Arsenal tókst að fylla upp í þau skörð sem skilin voru eftir en liðið hefur þó veikst frá síðasta tímabili. Liverpool tókst á undraverðan hátt að losa sig við mikið af leikmönnum sem voru bara að hirða launin sín. Tottenham hélt útsölu en nældu sér einnig í Scott Parker á litlar 5 milljónir (Wenger, halló!) og Fulham nældu sér í Brian Ruiz sem margir voru spenntir fyrir. Hér er yfirlit yfir kaup og sölur gærdagsins og  að auki hef ég tekið með þau félagskipti sem hafa nýlega gengið í gegn: Lesa meira

Birt undir Arsenal, Aston Villa, Blackburn, Bolton, Everton, Fulham, Liverpool, Man City, Newcastle, Pistlar, Premier, QPR, Stoke, Sunderland, Swansea, Wigan | 4 Ummæli

Blackburn – upphitun

Leikmenn komnir: Bruno Ribeiro, Radosav Petrovic, David Goodwillie, Myles Anderson.

Leikmenn farnir: Phil Jones, Nikola Kalinic, Benjani, Frank Fielding, Zurab Khiznishvili, Jason Brown, Michael Potts, Maceo Rigters, Jordan Bowen, Damilola Ajagbe, Andy Parry, Toni Vastic, Aaron Doran, Gavin Gunning.

Lykilleikmenn: Paul Robinson, Christopher Samba, Morten Gamst Pedersen.

Vatnið sem runnið hefur til sjávar frá því að Blackburn varð lið númer tvö til að vinna ensku úrvalsdeildina ætti að duga til að slökkva þorsta ekki minni drykkjumanns en þrumuguðsins Þórs eða jafnvel Lalla Johns. Titillinn kom í hús 1995 en síðan hefur liðið meðal annars lent í að falla um deild og endað í neðri hluta deildarinnar þrjár síðustu leiktíðir.

Lesa meira

Birt undir Blackburn, Premier, Upphitun | 3 Ummæli