Category Archives: Wigan

Spá Sjöunnar fyrir komandi tímabil: 17-20. sæti

Við settum saman spá fyrir komandi tímabil og birtum hana á næstu dögum með örlítilli umfjöllun um hvert lið. Hér má sjá hvaða lið við teljum að muni verma neðri helming deildarinnar. Við byrjum á 17-20. sæti og seinna í dag kemur inn 14-16. sæti.

Lesa meira

Birt undir Norwich, Reading, Spá, Upphitun, West Ham, Wigan | Tagged , | 1 Ummæli

Velkomnir í fallbaráttuna

Nú styttist óðum í að maður þurfi, með grátstafinn í kverkunum auðvitað, að kveðja einhver lið úr ensku úrvalsdeildinni. Úlfarnir sem alla hafa heillað með óviðjafnanlegum varnarleik sínum eru reyndar þegar fallnir. Eftir standa tvö niðurföll sem Blackburn, Bolton, Wigan, QPR og Aston Villa eiga svo sannarlega á hættu að leka niður í. Lesa meira

Birt undir Aston Villa, Blackburn, Bolton, Premier, QPR, Wigan, Wolves | Skildu eftir ummæli

Þriðja heims vandamálið

Senn líður að jólum og þá leitar hugur margra til Afríku. Ástæðan er einföld, Afríkumótið í knattspyrnu hefur sín áhrif á ensku úrvalsdeildina. Nokkur stór lið þurfa að sjá á eftir sterkum leikmönnum í mótið sem stendur yfir í 23 daga, frá 21. janúar til 12. febrúar. Landsliðin mega samkvæmt reglum FIFA fá leikmenn til sín tveimur vikum áður en Afríkumótið hefst og því verða leikirnir 3. og 4. janúar síðustu deildarleikir manna á borð við Demba Ba og Didier Drogba í bili.

Yaya Touré er lykilmaður hjá Fílabeinsströndinni.

Yaya Touré lýsti á dögunum hve erfitt honum þætti að yfirgefa Manchester City í miðri titilbaráttu. Gangi allt upp hjá Fílabeinsströndinni og liðið komist í úrslitaleikinn 12. febrúar myndi það þýða að Touré missi af hvorki fleiri né færri en fimm deildarleikjum, auk seinni undanúrslitaleiksins við Liverpool í deildabikarnum. Svo má ekki gleyma hættunni á skotárásum og malaríu sem gæti haldið mönnum enn lengur frá.

Lesa meira

Birt undir Arsenal, Chelsea, Man City, Man Utd, Newcastle, Premier, QPR, Wigan | Skildu eftir ummæli

Yfirlit yfir kaup og sölur síðustu viku.

Dagurinn sem allir Bretar eiga skyldmenni á flugvöllum landsins er liðinn. Nú þegar rykið hefur sest er ekki úr vegi að renna yfir það sem gekk á í gær. Það bar helst að Arsenal tókst að fylla upp í þau skörð sem skilin voru eftir en liðið hefur þó veikst frá síðasta tímabili. Liverpool tókst á undraverðan hátt að losa sig við mikið af leikmönnum sem voru bara að hirða launin sín. Tottenham hélt útsölu en nældu sér einnig í Scott Parker á litlar 5 milljónir (Wenger, halló!) og Fulham nældu sér í Brian Ruiz sem margir voru spenntir fyrir. Hér er yfirlit yfir kaup og sölur gærdagsins og  að auki hef ég tekið með þau félagskipti sem hafa nýlega gengið í gegn: Lesa meira

Birt undir Arsenal, Aston Villa, Blackburn, Bolton, Everton, Fulham, Liverpool, Man City, Newcastle, Pistlar, Premier, QPR, Stoke, Sunderland, Swansea, Wigan | 4 Ummæli