Category Archives: Hressleiki

Mynd helgarinnar

Þessi mynd er auðvitað ekkert annað en snilld:

Lesa meira

Birt undir Arsenal, Hressleiki, Liverpool, Premier | Skildu eftir ummæli

Sjöuseðill helgarinnar

Jæja, þá er hið langþráða landsleikjahlé búið og alveg alheil umferð í deildinni framundan. Vonandi verður það til þess að menn gleymi Suarez/Evra málinu í bili og geti einbeitt sér að því sem skiptir máli, fótboltanum sjálfum.  Við ætlum í þetta skiptið að taka fyrir 5 stórleiki helgarinnar og tippa á þá.

Lesa meira

Birt undir Hressleiki, Premier, Tipp | 2 Ummæli

Írarnir lærðu af handbragði Henry

Henry er handviss leikmaður

Það er sjálfsagt flestum í fersku minni þegar Thierry Henry sló til og ákvað að veita liðsfélögum sínum hjálparhönd í leik Írlands og Frakklands um sæti á HM í fyrra. Henry lagði boltann lipurlega fyrir sig með vinstri hendi og gaf á William Gallas sem skallaði Frakka inn á HM, þar sem karma nauðgaði þeim reyndar óþyrmilega.

Viðbrögð Íra við þeim dómaramistökum að dæma ekki á Henry voru þau að fara fram á það að nýr leikur yrði spilaður, og síðar að Írland yrði 33. þjóðin á HM. Þetta voru svo hlægileg viðbrögð að jafnvel þó að maður kenndi óendanlega í brjósti um Duff, Keane, Doyle og félaga þá gat maður ekki annað en hrist hausinn og hlegið, eins og reyndar Sepp Blatter forseti FIFA kaus að gera að vandlega íhuguðu máli. Lesa meira

Birt undir Hressleiki, Pistlar | Skildu eftir ummæli

Hvernig skal hámarka arðsemi knattspyrnuhæfileika

Hvern dreymir ekki um að verða frægur og ríkur á því að sparka í blöðru? Knattspyrna er sú íþrótt sem flestir krakkar stunda og líður ekki að löngu áður en þessir krakkar dreyma um að feta fótspor skærustu stjarna fótboltans. Spila með uppáhaldsliðinu sínu og fá milljónir í vasan og kvenmenn sem bíða í röðum eftir að…ehm…fá eiginhandaráritun frá þér. Sannleikurinn er hinsvegar sá að þar sem það eru svona ógeðslega margir sem æfa fótbolta víðsvegar um heiminn þá er afar líklegt að það sé einhver betri en þú í fótbolta og að þú munir í besta falli þurfa að sætta þig við norsku eða belgísku deildina. Þú endar því ekki uppi með að spila fyrir uppáhaldsfélagið þitt eða verða ógeðslega ríkur og við skulum alveg horfa raunsætt á hlutina, Birkir Már Sævarsson er líklega ekki að vaða í kerlingum í Noregi. Þú endar þó uppi með að verða atvinnuíþróttamaður og þéna góðan pening fyrir að leika þér í tuðrusparki. En hvað er hægt að gera til að stækka væntan launaseðil og vænta frægð?

Lesa meira

Birt undir Hressleiki, Pistlar | Skildu eftir ummæli

Tveir kaldir geta gert gæfumuninn

Ég ætla að leyfa mér að giska á að einkunnarorð íslenska landsliðsins í knattspyrnu, „tveir bjórar og rauðvínsglas skipta engu“, hafi heyrst ansi víða við venjubundið skemmtanahald landans þessa helgina. Veigar Páll er höfundur frasans eins og allir vita (en sá auðvitað eftir öllu saman) og gæti hafa unnið sér sæti í Skaupinu með þessum fleygu orðum. Það er tussuslappt að menn geti ekki farið eftir reglum en ég gæti hins vegar ekki verið meira sammála því að tveir bjórar og rauðvínsglas fjórum sólarhringum fyrir leik skipti engu. Lesa meira

Birt undir Hressleiki, Pistlar | 4 Ummæli