Category Archives: Sjöulestrar

Sjöulestur vikunnar.

Sjöulestur vikunnar snýr aftur eftir nokkurt hlé. Við höfum tekið saman nokkrar áhugaverðar greinar á hinum ýmsu vefmiðlum:

Mike Henson á BBC fjallar um leik Liverpool og Ajax sem spilaður verður í kvöld í undanúrslitum hinnar svokölluðu NextGen keppni sem er fyrir u-19 ára lið.

Alan Irvine yfirmaður unglingaakademíunnar hjá Everton og fyrrum aðstoðarmaður David Moyes ræddi við BBC um David Moyes í tilefni 10 ára starfsafmæli hans hjá Everton.

Það eru alltaf nokkrar áhugaverðar greinar á Soccernet. Richard Jolly tók stöðuna á Robbie Fowler eftir að hann hafnaði tilboði Blackpool um að spila með þeim nýlega. Að auki fjalla þeir um mikilvægi Theo Walcott fyrir Arsenal og Gianfranco Zola spjallaði við Mark Lomas um feril sinn og margt fleira

Togarinn fer eins og alltaf yfir gang mála í Championship, það nýjasta er að El-Hadji Diouf líkir sér við Eric Cantona.

Á íþróttasíðum Guardian má alltaf finna áhugaverðar færslur. Í þetta skiptið fjallar Jamie Jackson um sigur Liverpool á Everton í gær auk þess sem að Gregg Roughley skrifar um könnun sem var nýverið lögð fyrir stjórana í Úrvalsdeildinni þar sem m.a. kemur fram að þeim þyki mest koma til árangurs Brendan Rodgers með Swansea á tímabilinu.

Birt undir Premier, Sjöulestrar | Skildu eftir ummæli

Sjöulestur vikunnar

Algjörlega kominn tími á nýjan sjöulestur. Að þessu sinni kennir ýmissa grasa, m.a. fer vefsíðan 101greatgoals.com yfir 10 bestu mörk sem andstæðingar Man Utd hafa skorað á Old Trafford, vandræði Andre Villas-Boas eru rædd og menn eru ekki sammála um brottrekstur Steve Bruce.

101greatgoals birta topp 10 mörk andstæðinga á Old Trafford

FIFA birtir nöfn þeirra sem eru tilnefndir í FIFA World XI.
P.S. Getur einhver sagt mér hvað Carvalho, Kaka og David Luiz eru að gera á þessum lista? Brandari!

Jon Carter hjá ESPN-Soccernet fer yfir frægustu úrslit Wales frá upphafi, m.a. 2-1 sigur á Ítalíu þar sem Gary heitinn Speed átti stórleik og nokkur töp gegn litla Íslandi. Lesa meira

Birt undir Premier, Sjöulestrar | Skildu eftir ummæli

Sjöulestur

Við tókum saman áhugavert lesefni fyrir vikuna og vonum að þetta, ásamt landsleik Íslendinga við Portúgal, muni koma ykkur í gegnum vikuna:

Four Four Two fjallar um ýmsa skemmtilega tölfræði úr leikjum helgarinnar.

Zonal Marking fer yfir það afhverju Manchester United hefur hleypt flestum skotum í deildinni á mark sitt það sem af er tímabils.

Kevin Palmer telur að André-Villas Boas sé farinn að rækta samband sitt við fjölmiðlana .

Togarinn fer yfir gang mála í the Championship.

Pat Murphy ræðir vandræði Nottingham Forest.

Head of Legal fer yfir viðbrögð Úrvalsdeildarinnar við dómi Evrópudómstólsins varðandi útsendingarétti og bari.

Arseblog reynir að sjá björtu hliðarnar við það að styðja Arsenal.

Keir Radnedge fjallar um eina manninn sam spilaði fyrir þrjú landslið.

Og fyrst að það er landsleikjahlé splæstum við í nokkur skemmtileg myndbrot:

[Video] Athyglisvert skot hjá Suarez þegar hann var hjá Ajax.

[Video] Ronaldinho fær rautt spjald, nei djók…gult

[Video] Highlights frá gömlum Birmingham – Fulham leik

Birt undir Premier, Sjöulestrar | Skildu eftir ummæli

Sjöulestrar

Við hér á Sjöunni höfum enn og aftur safnað saman áhugaverðu lesefni héðan og þaðan af vefnum fyrir okkar kæru lesendur:

Patrick Vieira er kominn í nýtt starf hjá Manchester City og ræddi við BBC um framtíðina hjá City.

John Brewin á Soccernet er orðinn þreyttur á Joey Barton.

Guillem Balague veltir því fyrir sér hvor deildin sé sterkari, La Liga eða Enska úrvalsdeildin.

Rafa Benítez byrjaði að blogga á heimasíðunni sinni fyrir stuttu og eru hann og félagar hans farnir að dæla út greinum. Umfjöllunarefni eru svo dæmi sé tekið mjög tæknilegur samanburður á deildum í Evrópu auk ýmissa vangaveltna.

Nani er kominn með 100 deildarleiki fyrir Man Utd og The Telegraph ákvað að bera saman tölfræði hans og Ronaldo þegar sá síðarnefndi var á sama stigi á sínum Man Utd ferli.

Í kjölfarið á epísku klúðri Fernando Torres liðna helgi þá tóku blaðamenn slúðurritsins The Sun saman 10 skelfileg klúður sem veita Torres harða samkeppni um titilinn versta klúður allra tíma.

Arsene Wenger hefur engan áhuga á því að fá sérstakan varnarþjálfara til liðs við Arsenal

Birt undir Sjöulestrar | 4 Ummæli

Sjöulestrar

Sjöulesturinn er mættur á sinn stað. Eins og venjulega höfum við tekið saman allt það merkilegasta sem hægt er að sjá á netinu:

Peter Fraser á Sky segir Manchesterbúum að taka slökunarpillu.

Will Tidey á soccernet skoðar þetta áhugaverðasta í npower deildunum, þar ber helst að nefna froðufellingu stjórnarformanns Bournemouth gagnvart áhangendum.

Mark Lawrenson er ekki jafngóður að tippa og sjöupiltarnir.

The Guardian horfir til baka á síðasta og eina skiptið sem Man City keppti í Evrópukeppni meistaraliða

Martin Samuel hjá the Daily Mail svarar grein úr síðasta sjöulestri og útskýrir hvers vegna fjöldi þeldökkra knattspyrnustjóra er ekki hærri en raun ber vitni.

Alan Hansen telur að leikur Chelsea við Manchester á sunnudaginn kemur sé stærsta prófraun André Villas-Boas hingað til.

Jamie Redknapp segir að tímabilið í ensku deildinni hefjist núna.

Cesc Fabregas segir að Arsenal muni ekki vinna titla næstu árin.

Birt undir Sjöulestrar | Skildu eftir ummæli