Category Archives: Tipp

Sjöuseðill helgarinnar

Prófin eru nýbúin og því ljóst að það hefur enginn tíma til þess að vera að skrifa eitthvað um leiki helgarinnar #MAFS.  Hérna er brakandi seðill helgarinnar #milljónir #öruggt.

Öskrandi ferskur seðill.

Birt undir Premier, Tipp | Skildu eftir ummæli

Snemmbúin jólagjöf frá Sjöunni

Seðill vikunnar er grjótharður með stuðul uppá 134,56. Ágætis jólauppbót.

Arsenal – Everton 1

Arsenal eru á svipuðu róli og bóksalar þessa dagana, rífandi uppgangur. Þeir hafa þó vissulega ekki verið að spila gegn þessum bestu liðum, en stigin á móti litlu liðunum telja jafn mikið og hin. Everton hafa verið í nokkuð strembnu prógrammi og hefur árangurinn verið eftir því, misjafn.  Við teljum að Arsenal haldi áfram góðu gengi og Arteta muni veita sínum gömlu félögum skráveifu.
Vel að merkja á Everton tiltölulega auðvelda leiki framundan og því ekki óvitlaust að splæsa í Cahill eða Saha fyrir þarnæstu umferð í fantasy. Lesa meira

Birt undir Tipp | Skildu eftir ummæli

Sjöuseðill vikunnar

Enn ein helgin um þessa helgi og það þýðir bara eitt. Getraunanefnd Sjöunnar settist á rökstólana og þessi seðill mun létta mönnum jólagjafainnkaupin enda einn Lengjuseðill tilvalin jólagjöf.

Newcastle – Chelsea X

Þetta er síðasti leikurinn í dauðatörn Newcastle, þeir töpuðu gegn City, náðu fínu jafntefli gegn United og nú bíður heimaleikur gegn Chelsea á versta tíma því Chelsea er í bullandi formi. Eða ekki. Chelsea liðið er í bullandi vesen á öllum vígstöðvum. Það er of langt mál að ræða ástæður þess hér en í stuttu máli passa leikkerfi hans ekki við þá leikmenn sem eru í boði. Newcastle vörnin er eins og alþjóð veit álíka sterk og Berlínarmúrinn var á sínum tíma. En eins og allir vita féll Berlínarmúrinn og einn daginn mun þessi Newcastle-vörn falla. Svoldið dramatískt en við höldum ekki. Spurningin er samt hvort að Chelsea liðið geti komist yfir þennan múr og miðað við gengi þeirra þá er það ekki beint líklegt. Líklegasta niðurstaðan er jafntefli. Lesa meira

Birt undir Premier, Tipp | 4 Ummæli

Sjöuseðill helgarinnar

Það er ekki hægt að segja að tippkúnstir Sjöunnar hafi gefið vel í aðra hönd til þessa en það er löngu sannað að þeir fiska sem róa og því gerum við nú út í enn eitt skiptið. Enda ekki annað hægt þar sem við höfum fundið sjö örugga leiki á Lengjunni sem munu skila okkur vænum afla.

Stoke – Blackburn 1

Stoke er búið að vera í ruglinu og töpin orðin fjögur í röð hjá blessuðum lærisveinum Tony Pulis. Liðið hefur fengið á sig 14 mörk í þessum leikjum, þar af tvö glæsileg frá meistara Heiðari Helgusyni um síðustu helgi. Blackburn er ömurlegt lið en náði með naumindum í jafntefli gegn aumu liði Wigan um síðustu helgi. Við segjum að Stoke hysji upp um sig og vinni þennan hádegisþynnkuleik.

Man. Utd – Newcastle 1

Newcastle mátti þola sinn fyrsta ósigur í deildinni um síðustu helgi gegn ofurliði Man. City en sýndi þá samt sem áður að liðið er ansi öflugt. Það verður væntanlega um hörkuleik að ræða sem erfitt er að spá fyrir um en við reiknum með að United vinni frekar ljótan þrjóskusigur. Rooney og Vidic mæta sprækir til leiks eftir hvíld í vikunni en það sem ræður úrslitum er hvort miðjumenn United, væntanlega Carrick og Fletcher, ná upp almennilegu spili til að brjóta upp þaulskipulagða vörn Newcastle.

Chelsea – Wolves 1

Svona gerum við er við vinnum stóran pott

Pressan á Villas-Boas er orðin meiri en hjá meðaleiginmanninum á Þorláksmessukvöldi. Hann finnur ekki réttu lausnirnar frekar en loverboyinn en við teljum að Úlfarnir létti þó aðeins af pressunni með því að rölta ýlfrandi af Brúnni. Chelsea hefur ekki haldið hreinu í neinum af sex heimaleikjum sínum á leiktíðinni en við teljum að það muni breytast núna þó enginn ætti að afskrifa Kevin Doyle og Steven Fletcher.

Bolton – Everton 2

Bolton hafði tapað öllum heimaleikjum sínum í deildinni þegar liðið bara skellti Stoke, 5:0, í þeim síðasta. Ótrúlegar tölur en við skellum góðum fráviksstimpli á þann leik og segjum að Everton taki þennan leik. Lærisveinar David Moyes eru í 12. sætinu en hafa verið í erfiðu leikjaprógrammi og geta horft fram á bjartari tíma.

Norwich – QPR X

Nýliðarnir sem hér mætast hafa hvor um sig staðið sig með stakri prýði það sem af er. Norwich hefur enn ekki haldið marki sínu hreinu þannig að það hlýtur að hlakka í heitasta markaskorara deildarinnar um þessar mundir (fokk van Persie), Heiðari Helgusyni. Við teljum þó að framganga hans muni aðeins duga til jafnteflis að þessu sinni.

Arsenal – Fulham 1

Arsenalmenn fljúga áfram líkt og á vængjum ástarinnar þessa dagana og hafa unnið fimm leiki í röð í deildinni auk þess að standa sig best af ensku liðunum í Meistaradeildinni. Van Persie er auto-fyrirliði hjá öllum fantasy-spilurum enda getur maðurinn ekki hætt að skora, vörnin er orðin sterkari með endurkomu Thomas Vermaelen, og það er bara ekkert sem segir okkur að Fulham nái í stig í þessum leik þó þar sé um að ræða eina liðið sem náð hefur stigi af toppliðinu.

Liverpool – Man. City 1

Það er hreint og beint óþægilegt að tippa á þennan leik. Við teljum orðið tímabært að Man. City misstígi sig og Liverpool er tilvalið til að bregða fyrir toppliðið fæti, með alla þá aukaorku sem oft virðist hellast yfir þá rauðklæddu í stórleikjunum. Liverpool hefur gert jafntefli í fjórum af sex heimaleikjum sínum til þessa og þarf að hrista af sér slyðruorðið þar. Það er erfitt að tippa gegn liði sem hefur skorað 3,5 mörk að meðaltali í leik en hver sagði að þessi tippmennska ætti að vera auðveld?

Birt undir Premier, Tipp | Skildu eftir ummæli

Sjöuseðill helgarinnar

Jæja, þá er hið langþráða landsleikjahlé búið og alveg alheil umferð í deildinni framundan. Vonandi verður það til þess að menn gleymi Suarez/Evra málinu í bili og geti einbeitt sér að því sem skiptir máli, fótboltanum sjálfum.  Við ætlum í þetta skiptið að taka fyrir 5 stórleiki helgarinnar og tippa á þá.

Lesa meira

Birt undir Hressleiki, Premier, Tipp | 2 Ummæli