Category Archives: Championship

Dramb er falli næst – tölfræði.

Umfjöllun fjölmiðla um enska boltann snýr yfirleitt að efri hluta úrvalsdeildarinnar og toppliðanna hverju sinni. Þetta á sérstaklega við um umfjöllun á Íslandi en hún fjallar nær eingöngu um efri hlutann með þeirri undantekningu að ef Íslendingar spila fyrir eitthver lið er vel fjallað um þau lið. Þetta er auðvitað eðlilegt því meginstraumur fótboltaaðdáenda á Íslandi, og víðar í heiminum, heldur með liðunum í toppbaráttunni og því þarf náttúrulega að svara þeirri eftirspurn. Í kjölfar þess að Swansea og Norwich eru að ná góðum árangri í deildinni (þau tvö lið sem ég spáði 200% falli) langaði mig að kanna hvernig liðum sem tekið hafa stökkið upp í úrvalsdeildina hefur vegnað í gegnum tíðina. Í þeim tilgangi fíraði ég upp í reiknistokknum og hóf að safna gögnum.

Lesa meira

Birt undir Championship, Norwich, Premier, QPR, Swansea, Umfjöllun | 3 Ummæli

Sjöuseðill helgarinnar

Sjöan hefur ráðfært sig við sérlegan tölfræðisérfræðing síðunnar sem staddur er við Tölfræðiháskólann í Debrecen, Ungverjalandi í doktorsnámi í knattspyrnutölfræði. Hefur hann tjáð okkur að það séu yfirgnæfandi tölfræðilegar líkur á því að við náum 13 réttum í þetta skiptið. Það væri því viturlegt að kaupa aðeins ódýrari bjór í ríkinu og nota þessar 17 krónur sem þú munt spara þér og kaupa einn Sjöuseðil.

Manchester United – Sunderland 1

Lexi er búinn að samþykkja seðilinn hjá Sjöunni.

Stuðningsmönnum annara liða, þá sérstaklega Liverpool manna til mikillar gremju hafa allir miðlar í Bretlandi verið að fagna og hylla Sir Alex Ferguson vegna þess að 25 ár eru liðin frá því að hann tók við liði Manchester United. Það er því ljóst að hann hefur engan áhuga á því að leikmenn sínir varpi skugga á þessi tímamót með því að tapa þessum leik. United-menn hafa nú ekki verið að spila neinn glimrandi bolta undanfarið en þeir eru þó með ágætis tak á Sunderland og hafa ekki tapað fyrir þeim í langan tíma. Sunderland er jójó-lið deildarinnar í ár. Maður veit ekkert hvar maður hefur þá, þeir geta spilað glimrandi fótbolta en geta líka dottið á 3. deildar level. Það er þó erfitt að spá þeim sigri í þessum leik og Steve Bruce, Wes Brown, John O’Shea, Kieran Richardson og Philip Bardsley gera örugglega heiðarlega tilraun til að skyggja ekki á 25 ára afmælið.

Lesa meira

Birt undir Championship, Premier, Tipp | Skildu eftir ummæli

Sjöuseðill helgarinnar

Seðill vikunnar er stórglæsilegur og stútfullur af heimasigrum. Tippnefnd Sjöunnar hefur fulla trú á því að þetta sé seðilinn þar sem allt gengur upp. Hendiði 17-kalli á þetta og þið munið ekki sjá eftir því. Ónei,sei sei sei.

Manchester City – Wolves 1

Þessi lið mættust á heimavelli Wolves í vikunni í deildarbikarnum. Þar unnu City menn bara 2-5 og verður það bara að teljast nokkuð lélegt. Það er alveg morgunljóst að City mun vinna þennan leik og eina spurningin er hversu mörgum boltum þeir nái að koma framhjá Wayne Hennesy í markinu. Þetta er heimasigur allan daginn, allt árið, alla öldina.

Norwich – Blackburn 1

Norwich hafa heldur betur komið á óvart og verið að ná góðum úrslitum að undanförnu. Liðið hefur halað inn 7 stigum á heimavelli það sem af er móts og skorað í kjölfarið 6 mörk. Margir tippa á að Steve Kean verði fyrsti stjórinn til þess að taka hinn víðfræga poka sinn og…fara með hann eitthvað annað. Indversku kjúklingarnir eru þó þolinmóðir og ágætur sigur á Newcastle í vikunni hefur lengt í líflínu Kean, um stundarsakir að minnsta kosti. Leikurinn við Newcastle hefur þó væntanlega tekið sinn toll því hann fór í framlengingu og var þar að auki gríðarlega spennandi. Leikmenn Blackburn eru því væntanlega þreyttir og þessvegna ætlum við að setja 1 á þennan leik. Lesa meira

Birt undir Championship, Premier, Tipp | 5 Ummæli

Sjöuseðillinn – 41. leikvika

Sjöuseðill

Við aðstandendur Sjöunnar höfum komist að þeirri niðurstöðu að hentugt væri fyrir fjárhagsstöðu okkar sem og markaðssetningu síðunnar að skila 13 réttum í hús á Sjöuseðli vikunnar. Þess vegna var ákveðið að betur tippandi hluti hópsins stæði einn að seðlinum að þessu sinni. Það eru vissulega vonbrigði að hafa ekki auðvelda leiki á seðlinum á borð við viðureign Liverpool og Man. Utd, og þurfa í staðinn að greina mögulegar niðurstöður í viðureign Norwich og Swansea, svo dæmi sé tekið, en þess háttar greiningarvinna er okkur að skapi, eðlislæg og auðveld, og því gætir vitaskuld mikillar bjartsýni um að tugir milljóna komi í kassann að þessu sinni. Lesa meira

Birt undir Championship, Premier, Tipp, Upphitun | 1 Ummæli

Sjöuseðill helgarinnar

Það er gríðarlega stór pottur þessa helgina eða 170 milljónir. Við vorum ansi nálægt því að vinna með síðasta seðil en þessi seðill er algjörlega málið og ef þú hefur áhuga á að vinna milljónir þá spanderaru 17 krónum í þennan seðil:

Blackburn – Manchester City 2

City hefur verið mikið í fréttunum í vikunni vegna þess að Carlos Tevez er sjálfsagt heimskasti maður sem gengur á þessari jörð. Stjórn liðsins hefur þjappað sér saman á bakvið Mancini sem ætlar aldrei að nota Argentínska kúrekann aftur. Við tippum á að liðið vilji sýna Mancini stuðning og muni taka Indverjanna í Blackburn auðveldlega. Edin Dzeko þarf að sýna Mancini smá ást eftir smávægilega uppákomu á móti Bayern. Þetta er 2 og skelliði Dzeko í Fantasy-liðið ykkar.

Lesa meira

Birt undir Championship, Premier, Tipp | Skildu eftir ummæli