Category Archives: Mynd vikunnar

Mynd vikunnar

Þetta er frábær skýringarmynd, þrýstið á til að stækka:

Birt undir Mynd vikunnar, Premier | Skildu eftir ummæli

Hver tekur við Manchester United?

José Mourinho er einn flottasti þjálfari fyrr og síðar. Get ekki beðið eftir að fá hann aftur í ensku deildina. Í dag er hann líklegasti arftaki Ferguson og mögulega eini maðurinn sem getur borið höfuðið hátt í sporum hans.

Mourinho

Byrðin sem fylgir því að vera einstakur

Hvern viljiði sjá taka við United þegar að því kemur? Ef ég væri aðdáandi rauðu djöflanna þá myndi ég vonast eftir manninum á myndinni eða David Moyes.

Birt undir Man Utd, Mynd vikunnar | 3 Ummæli

Szczęsny og Van Persie eftir sigur Arsenal á Everton

Fáir geta mótmælt því í dag að Van Persie sé með bestu sóknarmönnum í heimi. Szczęsny þakkaði honum fyrir sitt framlag á viðeigandi hátt.

Markið er hægt að sjá hér.

Van Persie og Szczęsny

Szczęsny þakkar Van Persie fyrir markið.

Birt undir Arsenal, Mynd vikunnar, Premier | 2 Ummæli

Kirk Bradley stuðningsmaður Manchester City.

Kirk Bradley er með þetta.

Tröllatrú á sínum mönnum

Með tröllatrú á sínum mönnum

Birt undir Man City, Mynd vikunnar | 3 Ummæli

Mynd vikunnar (óreglulegi liðurinn…)

Gleði Gleði Gleði

Ekki veit ég hvort að stuðningsmenn Liverpool á Rauða Ljóninu eða mennirnir á myndinni brostu breiðara þegar Glen Johnson skoraði sigurmarkið (stórglæsilega) gegn Chelsea. Ég held ég hafi verið jafn undrandi og Henderson en glaðari en Downing.

Birt undir Liverpool, Mynd vikunnar, Premier | Skildu eftir ummæli