Category Archives: Steve Keen

10 leikir, 30 stig, 2 lið

Manchester United komst á toppinn á ensku Úrvalsdeildinni í fyrsta sinn síðan 15. október á liðnu ári. Það er við hæfi að United hafi náð að tylla sér á toppinn því nú fara að hrúgast inn greinar á hinum ýmsu vefmiðlum um hvað Ferguson og strákarnir hans séu seigir á endasprettinum og hafi mikla reynslu og svo framvegis á meðan Mancini og drengirnir hans hafi ekki upplifað svona áður og muni bogna undan pressunni og þar fram eftir götunum. Það er kannski eitthvað til í þessu því að Manchester City tapaði um helgina og hefur liðið nú tapað 16 stigum í síðustu 16 leikjum á meðan United hefur vart stigið feilspor í deildinni að undanförnu, þrátt fyrir að deila megi um gæði spilamennskunnar. Nú eru 30 stig eftir í pottinum eða 10 leikir eins og þeir allra skörpustu hafa reiknað út, því er ekki úr vegi að kíkja aðeins á stöðu mála og líta aðeins í spegilinn til þess að bera saman þessa leiktíð við aðrar.

Lesa meira

Birt undir Blackburn, Man City, Man Utd, Norwich, Pistlar, Premier, Steve Keen, Swansea | Skildu eftir ummæli