Category Archives: Fantasy

Fantasy-deildin – 3.umferð

Þriðja umferðin fer að bresta á og það er spennandi að sjá hvað menn eins og GrandOrange, Maldo og Ibbjolfur gera en þetta eru þeir þrír sem eru efstir í opinberu Fantasy deild Sjöunnar og allir eiga þeir það sameiginlegt að spila með Tevez, Torres og Hazard. Þeir tveir síðarnefndu eiga ekki leik um helgina eins og flestir ættu að vita en rennum yfir hverjir eiga hagstæða leiki og hverjir ekki. Lesa meira

Birt undir Fantasy | 1 Ummæli

Fantasy-deildin – 2.umferð

Nú fer að bresta á önnur umferð í deildinni og því um að gera að skoða hvaða lið eiga góða leiki og hvaða leikmenn gætu farið að hala inn stigum.

Swansea áttu stórleik á móti QPR í síðustu umferð og má reikna með að menn eins og Michu, Dyer og Vorm verði ofarlega á lista hjá Fantasy stjórum á næstunni þar sem Swansea á fimm heimaleiki í næstu sjö umferðum (West Ham, Sunderland, Everton, Reading og Wigan). Síðan er aðeins tímaspursmál hvenær Danny Graham (6.0) dettur í gang eftir að hafa verið sjóðheitur á undirbúningstímabilinu og ekki er ólíklegt að hann setji nokkur á Liberty vellinum í næstu leikjum. Lesa meira

Birt undir Fantasy, Uncategorized | Skildu eftir ummæli

Fantasy-deild – Uppgjör fyrstu umferðar.

Í kvöld lauk fyrstu umferðinni og ljóst hvernig mál standa hjá öllum Fantasy-stjórum heimsins. Ekki er hægt að segja annað en nýju mennirnir í deildinni hafi byrjað af krafti. Lesa meira

Birt undir Fantasy | 5 Ummæli

Fantasy-deildin – 1.umferð

Nú byrjar Enski boltinn að rúlla um helgina og því fylgir að Fantasy Football fer í gang sem margir sparkspekingar og tölfræðinördar hafa gaman af. Hér á Sjöunni ætlum við að reyna að halda úti smá Fantasy horni þar sem rýnt verður í leiki hverrar umferðar, skoðað hvaða leikmenn eru líklegir til afreka, hvar hægt er að gera kjarakaup og hver gæti staðið sig sem fyrirliði.

Í lok hverrar umferðar verður farið yfir gang mála þar sem skoðað verður hvaða leikmenn voru að standa sig og hvaða leikmenn voru að skíta, hetja og skúrkur umferðarinnar valinn og jafnvel rennt yfir stöðu mála í opinberu Fantasy-deild Sjöunnar. Í þessum fyrsta pistli verður skoðað helstu nýju leikmennina í deildinn og rennt yfir hvaða menn hafa verið í formi á pre-seasoninu. Lesa meira

Birt undir Fantasy, Pistlar, Premier, Umfjöllun | Skildu eftir ummæli