Category Archives: Liverpool

Uppgjör 2013 – Hluti 2: Vonbrigðin/verstu kaupin

Uppgjör leiktíðarinnar 2012-2013 heldur áfram hjá okkur á Sjöunni og þá er komið að þeim leikmönnum sem þótt hafa valdið vonbrigðum.  Nokkrir hafa spilað í Ensku Úrvalsdeildinni áður en allir eiga þeir sameiginlegt að hafa leikið fyrir nýtt lið á þessu tímabili og er því tilvalið að skoða félagsskipti þeirra og hvernig þeim hefur vegnað hjá sínum nýju félögum. Tilnefndir eru:

Esteban Granero

"Sjóræninginn" hefði mátt spila jafn vel og hann lúkkar

Þessi spænski leikstjórnandi hafði leikið 67 leiki fyrir aðallið Real Madrid þegar hann kom til QPR síðasta sumar.  Hann var keyptur til að stýra spili liðsins, en hefur eins og reyndar flestir liðsfélagar sínir verið arfaslakur á leiktíðinni og einungis gert eitt mark og lagt upp jafnmörg í 23 leikjum.  Mun væntanlega fara frá liðinu í sumar en m.v. frammistöðuna í vetur er ekki víst að margir hafi áhuga.

Olivier Giroud

"Get ég fengið fleiri mörk?"

Þegar Arsene Wenger og stjórn Arsenal varð ljóst að Robin van Persie myndi ekki framlengja samning sinn við liðið síðasta sumar ákvað stjórinn að róa á kunnugleg mið og keypti manninn sem hafði verið markahæstur í Frönsku Úrvalsdeildinni á síðastliðinni leiktíð.  Olivier Giroud kom frá Frakklandsmeisturum Montpellier fyrir rúmar 9 milljónir punda og hafði stórt skarð að fylla.  Hann olli hins vegar miklum vonbrigðum og var álíka gagnlegur og steinþurs utan á Notre Dame kirkjunni í framlínu Arsenal.  Einhverjir myndu benda á að 11 mörk í 33 deildarleikjum væri ekki slæm tölfræði en staðreyndin er sú að einungis 3 af þessum mörkum hafa skilað Arsenal einhverjum konkret stigum.  Hin mörkin hafa komið í leikjum sem Arsenal vinnur með 2 mörkum eða meira.  Hann þarf að gera minna af því að klikka á dauðafærum og skora fleiri mörk sem telja.

Christopher Samba

"Hvað er ég búinn að koma mér út í?"

Varnartröllið frá Kongó var orðinn ansi eftirsóttur þegar hann lék með Blackburn fyrir ekki svo löngu síðan.  Hann kom til QPR í janúar frá rússneska liðinu Anzhi Makhachkala fyrir 12 milljónir punda og gerði 4 ára samning uppá 100.000 pund á mánuði.  Því miður hefur liðið einungis haldið hreinu í einum af þeim tíu leikjum sem Samba hefur spilað og hann var svo slakur gegn Fulham þann 1. Apríl að margir héldu að hann væri að gera grín.  Verður væntanlega einna fyrstur til að fara í fyrirhugaðri brunaútsölu liðsins í sumar.

Pavel Pogrebnyak

Pavel var að spila undir pari í vetur

Rússinn Pavel Pogrebnyak gerði góða hluti hjá Fulham á seinni hluta síðustu leiktíðar og skoraði t.a.m. 6 mörk í 12 leikjum.  Hann kom frítt til Reading fyrir tímabilið en talið er að félagið hafi borgað honum góða summu fyrir að skrifa undir samning.  Hann hefur hins vegar valdið vonbrigðum og skorað aðeins 5 mörk í vetur.

Emmanuel Adebayor

Það hefur hvorki gengið né rekið hjá Adebayor í vetur

Framherjinn stóri og stæðilegi frá Tógó skoraði 17 mörk og lagði upp 12 í búningi Tottenham í fyrra meðan hann var í láni frá Manchester City (sem á meðan borguðu meirihluta launa hans).  Skiljanlega ákváðu Spursarar því að festa kaup á Adebayor fyrir 5 milljónir punda fyrir leiktíðina til að auka breiddina í sóknarlínunni hjá sér.  „Latibayor“ hefur hins vegar varla sést á leiktíðinni og kórónaði slaka frammistöðu á árinu með kjánalegu aðhlaupi og ömurlegri vítaspyrnu þegar liðið féll úr leik gegn Basel í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar.  Hefur gert 3 deildarmörk á leiktíðinni sem er jafnmikið og t.d. Per Mertesacker, Sebastien Bassong og Emmerson Boyce.

Joe Allen

Stuðningsmenn Liverpool eru margir hverjir ósáttir við Allen

Walesverjinn Joe Allen kom til Liverpool frá uppeldisfélagi sínu, Swansea síðasta sumar fyrir 15 milljónir punda.  Hann hafði spilað vel undir stjórn Brendan Rodgers hjá Swansea og þegar stjórinn færði sig um set ákvað hann að taka Allen með sér.  Margir settu þó spurningarmerki við verðmiðann, sem þótti heldur hár.  Það er ekki hægt að segja að Allen hafi smellpassað inn í lið Liverpool, mörgum þykir hann hægja á spili liðsins og oft hefur hann einfaldlega virkað úr takti við það sem er í gangi inni á vellinum.  Hans framlag er auðvitað ekki mælt í mörkum og stoðsendingum (hann hefur reyndar skilað hvorugu) en á heildina litið hefur liðið spilað betur þegar hann er ekki með.

Sigurvegari: Emmanuel Adebayor

Tógómaðurinn tekur skammarverðlaunin þetta árið en hann hefur verið arfaslakur með Tottenham í ár.  Þar sem launakröfur hans voru of háar fyrir Tottenham ákvað Manchester City að borga honum áfram laun til að mæta afgangi og fá félagsskiptin í gegn.  Þegar þetta er skrifað hefur Adebayor gert 3 mörk í 21 leik í deildinni og það er alveg ljóst að maður sem er að fá borguð himinhá laun frá tveimur liðum á sama tíma á að gera betur.

Birt undir Arsenal, Félagsskipti, Liverpool, Pistlar, QPR, Reading, Tottenham, Umfjöllun | Tagged , , | 1 Ummæli

Spá Sjöunnar fyrir komandi tímabil: 6. sæti

6.sæti – Liverpool

Stjóri: Brendan Rogers – Fyrirliði: Steven Gerrard

Heimavöllur: Anfield (45.522)

2011/2012: 8. sæti

Komnir: Fabio Borini (Roma – 10m), Joe Allen (Swansea – 15m), Oussama Assaidi (Herenveen – ótilgreint)

Farnir: Fabio Aurelio (Gremio – frjáls sala), Dirk Kuyt (Fenerbahce – 1m), (Maxi Rodriguez  (Newell’s Old Boys – ótilgreint), Alberto Aquilani (Fiorentina 5.5m), Craig Bellamy (Cardiff- frjáls sala)

Lesa meira

Birt undir Liverpool, Premier, Spá, Upphitun | 5 Ummæli

Mynd helgarinnar

Þessi mynd er auðvitað ekkert annað en snilld:

Lesa meira

Birt undir Arsenal, Hressleiki, Liverpool, Premier | Skildu eftir ummæli

Er ekki komið nóg?

Jæja, bjartsýnustu menn vonuðust til þess að hinu alræmda Suarez/Evra máli gæti lokið í dag þegar þessir erkifjendur mættust á Old Trafford í dag. Það þurfti hinsvegar engan Nostradamus til þess að segja manni að það væri ekki á dagskránni. Það markverðasta við þennan nokkuð bragðdaufa leik gerðist fyrir og eftir leikinn. Luis Suarez neitaði að taka í höndina á Patrice Evra fyrir leik og Evra hljóp ansi nálægt Suarez á leið sinni að Stretford End með hendur á lofti, fagnandi.

Lesa meira

Birt undir Liverpool, Man Utd, Pistlar, Premier | 11 Ummæli

Líkleg félagaskipti í janúar

Persónulega hef ég takmarkaðan áhuga á þessum ef/hefði/kannski-félagaskiptafréttum sem hellast yfir fótboltafíkla í janúar nú þegar glugginn opnast, einfaldlega vegna þess að ég hef lesið allt of margar bullfréttir. Talið frekar við mig þegar viðkomandi leikmenn eru komnir upp í flugvél á leið í nýtt félag, eða já, alla vega þegar fréttirnar eru ekki algjört slúður heldur bara frekar sennilegar. Af þessum sökum hef ég smám saman hætt að eltast við hugsanlegrafélagaskiptafréttir um hvippinn og hvappinn. Samkvæmt hugmynd ráðagóðs vinar hef ég hins vegar til gamans oft kíkt á veðmálasíðu Sky, þar sem gefnir eru stuðlar á helstu félagaskiptin sem eru í spilunum. Síðan hefur reynst ágætlega sannspá í þessum efnum og um að gera að renna yfir líklegustu félagaskiptin að mati Sky.

Lesa meira

Birt undir Blackburn, Everton, Liverpool, Man City, Man Utd, Premier, Tottenham | Skildu eftir ummæli