Skitan er minni en margir halda

Þó titilbaráttan í ensku úrvalsdeildinni sé í hámarki má ekki gleyma að barist er á fleiri vígsstöðvum. Chelsea og Newcastle dreymir til dæmis um að ná 4. sætinu og komast þannig í Meistaradeildina á næstu leiktíð, og margir telja það raunhæft í ljósi þess að Tottenham sé að gera upp á bak. Sú meinta skita hefur hins vegar verið ansi mikið ofmetin að mínu mati.

Til upprifjunar þá var Tottenham í bullandi titilbaráttu alveg fram í janúar, og ef lappirnar á Jermain Defoe væru örlítið lengri hefði liðið þá unnið Manchester City og verið tveimur stigum frá toppnum. Í staðinn skoraði Mario Balotelli úr víti í uppbótartíma og síðan hefur leiðin legið niður á við hjá Tottenham. Sökum ótrúlegs gengis erkióvinanna í Arsenal, sem áður hefur verið fjallað um hér, eru Spurs nú komnir niður í 4. sæti. Fimm stig eru niður í Chelsea og Newcastle eftir að Tottenham gerði dýrmætt, markalaust jafntefli á Brúnni um helgina.

En eins og ég segi þá hefur fólk óhikað hraunað yfir Tottenham síðustu vikur, og kenningar á lofti um þessa meintu svakalegu skitu á borð við þá að Harry Redknapp sé kominn með hugann við enska landsliðið, og að leikmennirnir séu í lausu lofti af sömu ástæðu. Þvílíkt bull. Skoðið frekar leikjaprógrammið hjá liðinu.

Þessir félagar gætu reynst góð kaup í fantasy-deildinni.

Auðvitað var hrikalegt hjá Tottenham að tapa 5-2 fyrir Arsenal eftir að hafa komist í 2-0, en annað eins hefur gerst. Arsenal og Manchester United hafa upplifað viðlíka eða verri töp á leiktíðinni. Liðið tapaði svo fyrir United að vanda, naumlega fyrir Everton og gerði jafntefli við Stoke. Þetta er ekki frábært en ekki ömurlegt heldur.Núna er svo komið að Tottenham á átta leiki eftir en hefur klárað öll liðin í efstu sjö sætunum. Sex leikjanna eru sem sagt gegn liðum úr neðri hluta töflunnar, og svo eru leikir við Swansea og Sunderland. Ég býst því fastlega við að Tottenham salli inn stigum á lokasprettinum og yrði ekki hissa þó að liðinu tækist að landa 3. sætinu. Alla vega er ég þess fullviss að Tottenham spili í Meistaradeildinni á næstu leiktíð, sem yrði svo sannarlega frábær árangur.

Þessi pistill flokkast undir Pistlar, Premier, Tottenham. Beinn hlekkur hér.

9 Ummæli við Skitan er minni en margir halda

 1. Siggi Orri says:

  Sko…

  Skitan hjá Tottenham snýr ekki bara að úrslitunum, síðustu 7-8 leiki hafa þeir verið passívir, og spilað mikið hægar en þeir gerðu fram í Janúar.

  Þeir eru lang bestir þegar þeir keyra upp hraðann, en þeir virðast vera að vernda sína stöðu núna og eru þar af leiðandi ekki að spila eins vel.

 2. Svo er líka spurning hvort að þeir séu þreyttir, Redknapp spilar mikið á sama kjarnanum þannig að kannski hefur það einhver áhrif. Götusóparinn Scott Parker á miðjunni er líka búinn að vera í banni þannig að það hefur sín áhrif.

  Ég er sammála því að Tottenham muni enda í Meistaradeildarsæti en er Arsenal ekki bara á of miklu flugi um þessar mundir? Það er sem er líka athyglisvert við þetta run hjá Arsenal að fjölbreytileikinn í sóknarleiknum er meiri hjá þeim. Það er ekki bara gefið 100 á milli sín í tilraun til þess að finna glufu heldur eru menn farnir að spila með langa bolta fram og snöggt kantspil í bland við þennan fallega sendingarbolta og þetta er bara að svínvirka. Wenger á hrós skilið fyrir gengi liðsins eftir áramót og með réttum viðbótum við þetta lið gæti það gert harða atlögu að titlinum á næsta tímabili, að minnsta kosti ef þeir halda svona áfram.

  En hversu rosalegt er það ef Chelsea kemst ekki í CL? Nú fara FFP reglurnar að taka gildi og það er spurning hvaða áhrif þetta mun hafa á Abramovich og co.

 3. Siggi Orri says:

  Ég held nefninlega að Tottenham springi algerlega og Chelsea steli CL sætinu í síðustu umferðunum.

  (Örugglega smá óskhyggja, en mér leiðist Harry Redknapp)

 4. Magni Þór says:

  Hvenær taka FFP reglurnar gildi?

  • Dirra says:

   Thanks, Mike, for my first experience of Shiatsu masagse this morning. At 40 weeks pregnant it was especially welcome as I now feel very relaxed and calm and in tune with my body and mind which is a perfect state to face the next few weeks.Your explanations of what you were doing were very clear and calming and I felt very safe and relaxed not always easy, particularly when heavily pregnant. Your understanding of the positions which were comfortable and manageable was also very evident. I particularly enjoyed the session with the body cushions set up so I could lie on my front without putting any weight on my stomach and really allow myself to fully relax into the back and shoulder masagse. I wish I had found out earlier and could fit more sessions in between now and my due date but I hope that at some point I’ll be able to enjoy another masagse, when I get some time to myself again.I would strongly recommend this to any expectant mothers.

 5. Þær hafa raunar tekið gildi. Núna er þriggja ára aðlögunartímabil og er tímabilið núna er fyrsta tímabilið sem er tekið með í reikninginn varðandi FFP. Það verður svo 2013/14 sem hægt verður að refsa liðum fyrir að ná ekki þeim viðmiðum sem sett eru fram.

  Hvað er samt málið með Liverpool-menn og að líka illa við Harry Redknapp?

 6. Siggi Orri says:

  Sennilega það að það er endalaust verið að hífa manninn upp til skýjanna í fjölmiðlum.

  Samt hefur hann verið að þjálfa í 30 ár og aldrei skilað neinum árangri af viti.

  Hann er samt góður stjóri, bara fer í mig.

 7. sindri says:

  Já, en ætli spilamennskan hafi ekki eitthvað með andstæðingana að gera Siggi Orri? Man. Utd, Everton og Stoke eru helvíti þétt varnarlið. Spái því að þú fáir að sjá hraðann keyrðan upp að nýju á næstu vikum.

 8. Gary Neville fór einmitt yfir þetta fáranlega vel í pre-showinu fyrir leik kvöldsins. Hann tók og bar saman klippur úr tveimur Tottenham-leikjum. Einum fyrr á tímabilinu og svo Chelsea-leikinn um helgina. Munurinn á hraðanum var svakalegur, þeir spiluðu göngubolta gegn Chelsea og hann benti líka á eitt: Það er enginn breidd lengur, Bale er farinn að draga sig inn á miðjuna og þar af leiðandi ná þeir ekki að teygja á vörninni. Neville sýndi meira að segja smá brot þar sem Modric öskraði og benti Bale á að hann ætti að hætta að hanga á miðjunni og halda sig við hliðarlínuna.

  Gary Neville er gjörsamlega að pakka öllum þeim sem tala um fótbolta saman. Hann mætir m.a. undirbúinn í útsendingar, eitthvað sem snillingarnir í MOTD á BBC mættu taka sér til fyrirmyndar.

Færðu inn athugasemd

Netfang þitt verður ekki birt.

*

Þú mátt nota þessi HTML efnisorð og eiginleika: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>