Fimm atriði eftir helgina

Það er ekki hægt að segja annað en að helgin hafi verið viðburðarrík í enska boltanum um helgina, kannski ekki skrýtið því að það er bein fylgni á milli viðburðaríkra helga og síðasta þriðjungs hvers tímabils. Ýmsir vefmiðlar taka saman helgarnar í svona listum og okkur klæjaði í puttana að fá að gera eitthvað svona:

1. Patrick Vieira er ekki uppáhaldsmaðurinn á Eastlands.

Patrick Vieira tókst að skora sjálfsmark þegar hann reyndi að setja pressu á dómarana þegar hann ýjaði að því að stóru liðin kæmust upp með meira, þá sérstaklega erkifjendurnir í United. Svona án gríns fór hver einasti miðill í Bretlandi á stúfana og komust þeir allir að þeirri niðurstöðu að svo væri ekki. Vefmiðlarnir bættu um betur og fóru að fjalla um pressu og svokallaða ‘mind-games’ og þá skoðuðu sérstaklega þá sem höfðu bognað undan pressu frá Sir Alex Ferguson. Vieira reyndi eitthvað að malda í móinn, sagðist ekki hafa sagt neitt slíkt og City-menn hafa bannað viðkomandi fréttamann en hafandi spilað lungan úr ferlinum sínum á Englandi ætti hann að þekkja enska fjölmiðlamenn. Stundum er bara betra að þegja. 

2. Það er allt í rugli á Anfield.

Eftir að Andy Carroll ákvað á óskiljanleg hátt að henda sér niður í staðinn fyrir að skora mark var ljóst að dagurinn myndi ekki enda vel hjá Liverpool. Það voru 35 milljónirnar sem fengust fyrir Carroll sem áttu hvað stærstan þátt í sigrinum, þeir Cabaye, Ba og Papiss Cissé. Leikmenn Liverpool voru eins og reittar hænur á vellinum og vissu ekki hvaða leikskipulag þeir voru að spila né á hvaða mark átti að sækja. Til þess að núa salti í sárin fékk Pepe Reina rautt spjald í lokin og missir því af undanúrslitaleiknum í FA-bikarnum gegn Everton. Kenny Dalglish er undir pressu frá aðdáendum liðsins eins og lesa má víðsvegar á netinu en ætla má þó að eigendur liðsins sýni honum meiri þolinmæði. Þeir hljóta þó að að hafa áhyggjur af gengi liðsins og ættu að miklar áhyggjur af því skipulagsleysi sem ríkir inná vellinum. Það er mikið andleysi í kringum liðið og verður fróðlegt að sjá hvort að Dalglish nái að rífa menn uppúr því. 

3. Það er hægt að gera góð kaup í janúarglugganum

Það var augljóst í gær þegar tvö janúarkaup voru aðalmennirnir hjá sínum liðum. Fyrst pakkaði Papiss Cissé saman Liverpool með tveimur mörkum og okkar maður í Swansea, Gylfi nokkur Sigurðsson var ljósi punkturinn í tapi Swansea gegn Tottenham þar sem hann skoraði enn eitt markið á útivelli. Kappinn er kominn með 5 mörk í 9 leikjum fyrir félagið. Ekki slæmur árangur það. Papiss Cisse er einnig með 5 mörk en þau hafa komið í jafnmörkum leikjum. Þetta var reyndar ekki slæm helgi fyrir janúar-floppinn því að Fernando Torres skoraði glæsilegt mark í sigri Chelsea um helgina. 

4. Alan Pardew á hrós skilið, helst eitthvað meira.

Flestir töldu að Newcastle ætti ekki eftir að gera miklar rósir í vetur eftir að hafa misst burðarásana í liðinu. Pardew og aðstoðarmenn hans hafa hinsvegar nýtt peningana geysilega vel og fengið til sín spennandi leikmenn sem eru að standa sig vel. Liðið er í 6. sæti og er skyndilega í séns um Meistaradeildarsæti. Frábær árangur hjá þessu glæsilega félagi sem hefur gengið í gengum ýmislegt síðustu ár.

5. City-menn eru þreyttir og fyrirsjáanlegir

Í byrjun tímabilsins héldu City-mönnum engin bönd og hreysti þeirra var ótakmörkuð enda meiddist enginn framan af tímabili. 4-2-3-1 leikkerfi þeirra tætti í sundur varnir andstæðingana og menn héldu að þetta lið myndi slá öll met og rífa titilinn í sig. Það hefur heldur betur breyst. Leikkerfið hefur ekkert breyst og andstæðingarnir vita nákvæmlega hvernig City-liðið spilar og hvernig er hægt að stöðva það. Liðið hefir orðið fyrir meiðslum undanfarið og þá hefur komið í ljós að breiddin er ekki svo mikil. Mancini hefur keyrt á sömu mönnum og það sést langar leiðir að leikmenn eins og David Silva þurfa nauðsynlega á hvíld að halda.

Silva ku vera meiddur en fær ekki pásu til þess að jafna sig af meiðslunum.

Þessi pistill flokkast undir Pistlar, Premier. Beinn hlekkur hér.

4 Ummæli við Fimm atriði eftir helgina

 1. Sindri says:

  Það er alveg ljóst að þessi Newcastle-bóla er að springa… Fokk.
  En varðandi Gylfa þá er hann kominn með 6 í 11 leikjum. Það er ruglaður árangur. Hann hlýtur að vera orðinn sjóðheit söluvara.

 2. Stefán Grétar says:

  Ég vona Gylfa vegna að hann verði áfram hjá Swansea, er ekkert endilega viss um að fara til stórs félags væri það rétta á þessum tímapunkti. Frekar að vera áfram á stað þar sem hann er öruggur með sæti í liðinu og fær frelsi til að spila sinn bolta.

  • Udayveer says:

   It’s good to see other professionals pviirdong short sale services to consumers. I’m doing a HAFA now and so far (God willing!) it is going much smoother than a standard short sale. We are hoping to have our approval letter in less than 60 days.

 3. Bara svo lengi sem hann verður áfram í úrvalsdeildinni, hann á heima þar.

Færðu inn athugasemd

Netfang þitt verður ekki birt.

*

Þú mátt nota þessi HTML efnisorð og eiginleika: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>