Spá Sjöunnar fyrir komandi tímabil: 17-20. sæti

Við settum saman spá fyrir komandi tímabil og birtum hana á næstu dögum með örlítilli umfjöllun um hvert lið. Hér má sjá hvaða lið við teljum að muni verma neðri helming deildarinnar. Við byrjum á 17-20. sæti og seinna í dag kemur inn 14-16. sæti.

20. sæti – Reading – Sjá umfjöllun um Reading

Stjóri: Brian McDermott – Fyrirliði: Jobi McAnuff

Heimavöllur: Madejski Stadium (24.161)

2011/2012: 1. sæti í Championship deildinni.

Komnir: Gareth McCleary  (Nottingham Forest – frjáls sala), Danny Guthrie (Newcastle United – frjáls sala), Pavel Pogrebnyak (Fulham – frjáls sala), Nicky Shorey (WBA – frjáls sala), Pierce Sweeney (Bray Wanderes – Óuppgefið), Adian Mariappa (Watford – Óuppgefið), Chris Gunter (Nottingham  Forest – 2,3 miljónir).

Farnir: Mathieu Manset (Sion – Óuppgefið), Michail Antonio (Sheff Wed – Óuppgefið)

 

19. sæti – Norwich

Stjóri: Chris Hughton – Fyrirliði: Grant Holt

Heimavöllur: Carrow Road (27.033)

2011/2012: 12.sæti

Komnir: Robert Snodgrass  (Leeds – 3m) Michael Turner (Sunderland – 1,5m) Jacob Butterfield (Barnsley – frjáls sala) Stefan Whittaker (Rangers – fjáls sala)

Hið gula og glaða lið Norwich vakti mikla athygli á síðasta leiktímabili. Paul Lambert og félagar komu öllum á óvart og enduðu tímabilið í 12. sæti. Aðdáunarverður árangur miðað við þann mannskap sem stóð Norwich til boða. Liðið hefur orðið fyrir mikilli blóðtöku fyrir þetta tímabil því að Paul Lambert, maðurinn sem er ábyrgur fyrir hinum góða árangri Norwich undanfarin ár er horfinn á braut og tekinn við liði Aston Villa, sannarlega mikill missir. Chris Hughton er maðurinn sem ætlar að feta í fótspor hans hjá Norwich. Fótboltaaðdáendur kannast sennilega við nafnið, hann var maðurinn sem var rekinn frá Newcastle af því að er virðist að engri ástæðu á þarsíðasta tímabili. Það er því ástæða til að ætla að hann hafi sérstakan áhuga á því að sýna fram á það að hann hæfileika til að stjórna liði í efstu deild.

Norwich-vörnin þarf að gera betur í vetur.

Honum bíður hinsvegar erfitt verkefni. Leikmannahópur Norwich er ekki sá sterkasti og hefur liðið heldur ekki bætt við sig leikmönnum að ráði. Michael Turner er kominn frá Sunderland í vörnina auk Stefan Whittaker frá Rangers. Í besta falli er hægt að kalla þessa leikmenn meðalmenn. Helstu kaup Hughton í sumar voru kaupin á Robert Snodgrass, fyrirliða og aðalsprautu hins stopula en fornfræga liði Leeds United. Hann er sprækur leikmaður sem getur spilað á báðum köntum og ljóst að menn binda talsverðar vonir við að hann og Grant Holt nái vel saman. Snodgrass var stoðsendingahæsti leikmaður 1. deildarinnar í fyrra með 16 stykki. Hann og Holt verða að gera það ef hið unga lið Norwich ætlar að halda sér uppi. Vörnin þarf einnig að bæta sig, liðið fékk á sig 66 mörk. Aðeins þau þrjú lið fengu fleiri mörk á sig. Það voru fallliðin þrjú.

Við hér á Sjöunni teljum að Norwich eigi eftir að lenda í miklum vandræðum í vetur og spáum þeim falli niður í 1. deild. Leikmannahópur liðsins er einfaldlega ekki nógu sterkur og án Paul Lambert mun liðið ekki halda þetta út.

Lykilmenn: John Ruddy, Grant Holt, Wes Hoolahan.

Fylgstu með: Robert Snodgrass

18. sæti –  Wigan Athletic

Stjóri: Robert Martinez – Fyrirliði: Gary Caldwell

Heimavöllur: DW Stadium (25.138) -

2011/2012: 15. sæti

Komnir: Fraser Fivie (Aberdeen – ótilgr.) Iván Ramis (Mallorca – ótilgr.) (Ryo Myachi (Arsenal – lán), Arouna Kone (Sevilla – 2.5m)

Farnir: Chris Kirkland (Sheff Wed – frjáls sala) (Mohamad Díame (West Ham – frjáls sala) Steve Gohouri (frjáls sala) Hugo Rodallega (Fulham – frjáls sala)

Wigan tók örugglega eitthvern ótrúlegasta endasprett allra tíma á síðasta tímabili. Liðið vann síðustu 7 af síðustu 9 leikjum sínum og pökkuðu í leiðinni saman ekki minni liðum en Manchester United, Liverpool, Arsenal og Newcastle. Roberto Martinez lét liðið spila alspænska útgáfu af 3-4-3 sem sést nú ekki oft á Englandi. Leikmönnum liðsins gekk hörmulega framan af í þessari uppstillingu en með smá breytingum hér og þar yfir tímabilið small þetta allt saman hjá Martinez og co. Martinez er efnilegur þjálfari og hefur ekki úr alltof miklu að moða hjá Wigan. Það var ótrúlegt að fylgjast með liðinu síðustu vikurnar á síðasta tímabili og ekkert lið spilaði betri bolta en Wigan síðustu vikurnar. Það er aðdáunarvert að Martinez  nái að bjarga liðinu frá falli aftur og aftur miðað við þann mannskap sem stendur liðinu til boða og enn aðdáunarverðra að Martinez sitji sem fastast hjá Wigan en ýmis lið hafa borið í hann víurnar síðustu tímabil.

Roberto Martinez segir sínum mönnum til.

Liðið hefur ekki styrkt sig mikið. Hinn ungi skoski miðjumaður Fraser Fyvie kom frá Aberdeen og varnarmaðurinn Ivan Ramis kom frá Mallorca. Að auki snýr  framherjinn Mauro Boselli aftur eftir að hafa verið lánaður út. Það sem mun hrjá Wigan hvað helst á þessu tímabili er breiddin. Liðið hefur misst talsvert af leikmönnum, kannski ekki lykilmönnum en eftir situr að breiddin er lítil og erfitt verður fyrir Martinez að rótera liðinu sínu. Liðið verður að treysta á að Victor Moses fari ekki frá liðinu en hann hefur verið orðaður við ýmis stórlið. Nú á síðustu dögum hafa tveir leikmenn bæst við. Hinn ungi og spennandi Ryo Myachi kom frá Arsenal á láni auk þess sem liðið festi kaup á framherjanum Arouna Kone frá Sevilla.

Franco di Santo átti sína spretti en var þó ekki áreiðanlegur markaskorari. Það verður athyglisvert að sjá hvort að hann og Boselli nái saman. Di Santo er góður í því að taka á móti bolta en í fyrra var sá hæfileiki hans illa nýttur þar sem hann var oft einn í framlínunni. Gary Caldwell var mjög traustur á seinni hluta tímabilsins og  hann og Ivan Ramis ásamt Ali al-Habsi markinu gætu orðið traust öryggisnet fyrir hið sóknarþenkjandi lið Wigan. Ef Martinez nær að galdra fram sigurformúluna frá lokum síðasta tímabils getur Wigan auðveldlega haldið sér uppi. Það verður hinsvegar erfitt með þennan þunnskipaða hóp.

Við spáum Wigan 18. sæti eða falli. Við myndum samt ekki veðja gegn því að liðið haldi sér uppi. Wigan-lögmálið segir að sama hversu illa liðinu gangi yfir tímabilið endi það í 17. eftir að síðasti leikur tímabilsins verði flautaður af.

Lykilmenn: Ali-Al Habsi og Gary Caldwell
Fylgstu með: Mauro Boselli

17. sæti – West Ham – Sjá umfjöllun um West Ham

Stjóri: Sam Allardyce – Fyrirliði: Kevin Nolan

Heimavöllur: Upton Park (35.016) 

2011/2012: 3. sæti í Championship. Komust upp í gegnum umspilið.

Komnir: Stephen Henderson (Portsmouth), Jussi Jaskelainen (Bolton – frjáls sala), Mohamed Diame (Wigan – frjáls sala), George McCartney (Sunderland – frjáls sala), Modibo Maiga (FC Sochaux – 7m), James Collins (Aston Villa   – 2.5m), Alou Diarra (Marseille – 2m)

Farnir: John Carew, Abdoulaye Faye (Hull – frjáls sala), Julian Faubert (Elazigspor – frjáls sala), Paba Bouba Diop, Frank Nouble (Wolves – frjáls sala), Robert Green (QPR – frjáls sala)


Þessi pistill flokkast undir Norwich, Reading, Spá, Upphitun, West Ham, Wigan og taggaður í , . Beinn hlekkur hér.

Eitt ummæli við Spá Sjöunnar fyrir komandi tímabil: 17-20. sæti

  1. Pingback: Spá Sjöunnar fyrir komandi tímabil: 14-16. sæti | www.nr7.is

Færðu inn athugasemd

Netfang þitt verður ekki birt.

*

Þú mátt nota þessi HTML efnisorð og eiginleika: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>