Nýliðar 2012/2013: West Ham United

                                                   Stjóri: Sam Allardyce – Fyrirliði: Kevin Nolan

Heimavöllur: Upton Park (35.016) 

2011/2012: 3. sæti í Championship. Komust upp í gegnum umspilið.

Komnir: Stephen Henderson (Portsmouth), Jussi Jaskelainen (Bolton – frjáls sala), Mohamed Diame (Wigan – frjáls sala), George McCartney (Sunderland – frjáls sala), Modibo Maiga (FC Sochaux – 7m), James Collins (Aston Villa   – 2.5m), Alou Diarra (Marseille – 2m)

Farnir: John Carew, Abdoulaye Faye (Hull – frjáls sala), Julian Faubert (Elazigspor – frjáls sala), Paba Bouba Diop, Frank Nouble (Wolves – frjáls sala), Robert Green (QPR – frjáls sala)

West Ham er alltof stór klúbbur til þess að vera í 1. deild og því hljóta menn að fagna því að hann sé kominn upp í efstu deild á ný. Þó fylgir því ákveðinn þórðargleði þar sem að Sam Allardyce er stjóri liðsins en það er stjóri sem má alveg fara að leggja hausinn á hilluna. West Ham er í raunnini mjög merkilegur klúbbur og efni í rannsókn hversvegna klúbburinn hefur ekki náð meiri árangri en raun ber vitni. Akademía félagsins hefur skapað ansi stór nöfn í gegnum tíðina. Liðið er staðsett í London og er með einbeitta aðdáendur og leggur áherslu á að spila fallegan fótbolta. Í raun öll hráefnin fyrir vel heppnað og árangursríkt félag.

Motibo Maiga í fullu fjöri. Hann þarf að finna sig á Englandi ef West Ham ætlar að halda sér uppi.

En svo er víst ekki og það er ljóst að það verður lítið um áferðafallegan fótbolta á komandi tímabili undir stjórn Sam Allardyce. Flestir bjuggust við því að liðið myndi rúlla upp 1. deildinni en svo varð ekki. Liðið stóð sig feiknarlega vel á útivelli en árangurinn á Upton Park lét á sér standa. Það varð West Ham að falli en liðið komst þó upp um deild í gegnum Krísuvíkurleiðina sem gjarnan er nefnd Playoffs eða Umspilið.  Aðdáendurnir voru ekkert sérstaklega ánægðir með háloftaboltann hans Sams enda heimta þeir fallega knattspyrnu. Þeir taka þó Sam kannski endanlega í sátt ef hann heldur þeim uppi.

Allardyce hefur verið upptekinn síðustu daga og gæti mögulega hafa gert frábær kaup þegar hann fékk franska landsliðsmanninn Alou Diarra til liðs við sig frá Marseille. Fæstir bjuggust við því að West Ham gæti lokkað til sín svo hátt skrifaðan leikmann sem hafði verið orðaður við ýmis stærri lið. Þetta er mikill fengur fyrir West Ham og ljóst að að Diarra mun spila stórt hlutverk á tímabilinu. Robert Green yfirgaf félagið og í stað hans leitaði Sam til síns gamla félaga, Jukka Jasselainen. Merkilegt hvað sumir stjórar halda tryggð við sömu markmenn. Jussi var langt frá sínu besta á síðasta leiktímabili en undir stjórn síns gamla stjóra gæti hann fundið sitt gamla form áður en hann hættir og fer til Finnlands. Til þess að styrkja framlínuna leitaði Sam aftur til Frakklands og fékk til sín framherjann Modibo Maiga frá Sochaux. Hann er stór og sterkur og mun veita Carlton Cole verðuga samkeppni í þessari einu framherjastöðu sem er laus.

Hér lærði Sam Allardyce knattspyrnfræði sín.

Mikið var fjallað um tilraunir West Ham til að fá Andy Carroll til liðs við sig. Gengu þær tilraunir ansi langt en á endanum vildi Andy ekki fara til Lundúnaborgar. Hann hefði auðvitað verið hinn fullkomni framherji. Lið West Ham vantar eitthvað, það vantar þennan Jay-Jay Okocha sem gerði það að verkum að Sam Allardyce náði einhverjum árangri í eina skiptið á ferlinum. Við á Sjöunni teljum að West Ham muni kannski ekki falla á nýjan leik en þeir munu ekki gera neinn usla heldur. Við munum sjá mikið af drepleiðinlegum 0-0 og 0-1 leikjum á endanum gæti það skipt sköpum fyrir Sam og félaga. Líkleg er að West Ham haldi sér uppi enda fáir jafn miklir reynsluboltar og Stóri Sam í því gera óvænta hluti með óvæntan mannskap.

Lykilmenn: Alou Diarra, Kevin Nolan, James Tonkins

Fylgstu með: Modibo Maiga

Þessi pistill flokkast undir Premier, Upphitun, West Ham og taggaður í , , , . Beinn hlekkur hér.

Eitt ummæli við Nýliðar 2012/2013: West Ham United

  1. Pingback: Spá Sjöunnar fyrir komandi tímabil: 17-20. sæti | www.nr7.is

Færðu inn athugasemd

Netfang þitt verður ekki birt.

*

Þú mátt nota þessi HTML efnisorð og eiginleika: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>