Spá Sjöunnar fyrir komandi tímabil: 7. sæti

7.sæti – Newcastle

Stjóri: Alan Pardew – Fyrirliði: Fabricio Coloccini

Heimavöllur: St. James’s Park (52.381)

2011/2012: 5. sæti

Komnir: Romain Amalfitano (Reims – frjáls sala), Gael Bigirimana (Coventry – 0.5m), Curtis Good (Melbourne Heart (0.5m)

Farnir: Alan Smith (MK Dons frjáls sala), Peter Lövendkrans (Birmingham – frjáls sala), Danny Guthrie (Reading – frjáls sala), Fraser Forster (Celtic – 2m), Leon Best (Blackburn – 3m)

Newcastle átti hreint út sagt frábært tímabil í fyrra þar sem liðið endaði í 5. sæti. Alan Pardew stimplaði sig inn sem alvöru stjóra og það ríkir bjartsýni á á bökkum Tyne-ánnar eftir nokkur erfið ár. Alan Pardew, njósnarateymi hans og stjórn liðsins bera ábyrgð á einhverjum allra bestu kaupum í úrvalsdeildinni síðustu ár. Eftir að hafa kúgað 35 milljónir útúr Liverpool (eða -15 milljónir eins og einhverjir hafa haldið fram) fyrir stóðhestinn Andy Carroll gátu Pardew og félagar nánast keypt heilt nýtt lið.

Þó að þeir séu að biðja er víst að þeir tveir eru tilbeðnir af Toon-hernum

Það tókst heldur betur og peningarnir fóru í leikmenn eins og Yohan Cabaye og Demba Ba sem áttu eftir að spila frábærlega fyrir Newcastle-menn. Síðar kom Papiss Cissé sem tók við kyndlinum af félaga sínum Ba og skoraði hann eins og honum væri hreinlega borgað fyrir það. Alan Pardew sýndi líka að hann er einnig nokkuð sniðugur taktíker. Með komu Papiss Cissé breytti hann leikskipulagi liðsins í 4-3-3 úr 4-4-2. Það gerði það að verkum að Hatem Ben Arfa spilaði mun betur og með hann og Ba hliðina sér blómstraði Papiss Cissé. Liðið og leikmenn liðsins fóru fram úr björtustu vonum allra stuðningsmanna. Menn hljóta því að bíða nýs tímabils með eftirvæntingu.

Það hefur gengið nokkuð erfiðlega fyrir Newcastle-menn að styrkja sig fyrir komandi tímabil. Liðið hefur leitað ljósum logum að hægri bakverði en boðum í leikmenn eins og Mathieu Debuchy hjá Lille hefur verið hafnað. Liðið hefur bætt við sig tveimur miðjumönnum. Aftur var leitað til Frakklans og frá Reims kom Romain Amalfitano. Frá Coventry kom ungur og efnilegur leikmaður sem vakti mikla athygli á síðasta tímabili og var eini ljósi punkturinn í annars afleitu tímabili Coventry-manna. Einnig hefur liðið fengið til sín hollenska varnarmiðjumann/vinstri bakvörð Vurnon Anita og ætti hann að vera kærkomin viðbót við hópinn.

Mike Ashley hefur gengið í gegnum súrt og sætt.

Það er nefnilega þannig að hópurinn verður mjög mikilvægur hjá Newcastle þetta tímabilið. Liðið komst í Evrópudeildina sem gerir það að verkum að leikjaálagið verður mun meira auk þess sem væntingarnar eru meiri. Leikmennirnir sem eru á mörkunum á að komast í liðið þurfa að spila vel þegar þeir fá sín tækifæri. Leikmenn eins og Ryan Taylor, Shola Ameobi og Sylvain Marveux þurfa að vera tilbúnir þegar kallið kemur. Við reiknum með að hann haldi sig við 4-3-3 og ef hópurinn er skoðaður sést að hann er ágætlega skipaður. Varnarlínan er ef til vill veikasti hlekkurinn og þá sérstaklega bakvarðastöðurnar. Danny Simpson skilar sínu verki ágætlega en hann er þó ekki í þeim gæðaflokki leikmanna sem þarf að hafa til þess að keppa um Meistaradeildarsæti. Coloccini og Steven Taylor eru þéttir fyrir og það verður fróðlegt að sjá hvort Ástralinn Curtis Good sem kom frá liði Melbourne fái einhver tækifærri. Fyrir aftan þessa menn er svo auðvitað Tim Krul sem átti frábært tímabil í fyrra og er traustur í markinu.

Það verður afar fróðlegt að sjá hvernig Pardew glímir við væntingarnar sem fylgja nýju tímabili. Evrópudeildin mun taka sinn toll. Það er ekkert gaman að þurfa að spila í Úkraínu á fimmtudagskvöld í nóvember og þurfa svo að vera mættur í laugardagsleikinn. hversu vel liðinu gengur veltur svolítið á því hvort að Pardew nái að nýta sér hópinn, róteri mönnum. Við tippum á að liðinu gangi ekki alveg jafn vel á síðasta tímabili en nái engu að síður að styrka stöðu sína sem eitt af þeim liðum sem verma efri helminginn tímabil eftir tímabil. 7. sæti er niðurstaðan.

Lykilmenn: Tim Krul, Coloccini, Cabaye, Papiss Cisse

Fylgstu með: Harris Vuckic, Sylvain Marveux.

Þessi pistill flokkast undir Newcastle, Premier, Spá, Upphitun. Beinn hlekkur hér.

3 Ummæli við Spá Sjöunnar fyrir komandi tímabil: 7. sæti

  1. bjarki says:

    Gæti orðið erfiður vetur hjá Newcastle. Þó mér líki ekki frasinn „að spila yfir getu“ þá verður að segjast eins og er að hann á kannski við Newcastle á síðasta tímabili.

    • Diogo says:

      you will stand a good chance of hanivg success in your internet business. it’s very simple to do you just have to put the work in to see the results that you’re looking for.good luck with using these tips to earn more money in your internet business today .

  2. Ég tel að Newcastle muni ekki ná jafn góðum árangri og síðasta vetur en staðreyndin er sú að leikmannahópurinn er að leikmannahópurinn er sterkur og ef við lítum á hann er klárt að þetta lið mun berjast um Evrópusæti. Salan á Andy Carroll og hvernig peningurinn var nýttur er einfaldlega skólabókardæmi um hvað á að gera þegar besti leikmaður liðsins er seldur fyrir mikinn pening.

Færðu inn athugasemd

Netfang þitt verður ekki birt.

*

Þú mátt nota þessi HTML efnisorð og eiginleika: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>