Spá Sjöunnar fyrir komandi tímabil: 2. sæti

2.sæti – Manchester United

Stjóri: Sir Alex Ferguson - Fyrirliði: Nemenja Vidic

Heimavöllur: Old Trafford (75.765)

2011/2012: 2. sæti.

Komnir: Nick Powell (Crewe Alexandra – óuppgefið) og Shinji Kagawa (Dortmund – óuppgefið), Angelo Henriquez (Universidad de Chile – 3,1m), Robin Van Persie (Arsenal – 22.5m)

Farnir: Ben Amos (Hull – lán), Reece Brown (Coventry City – lán), Ji-Sung Park (QPR – óuppgefið), Michael Owen (frjáls sala), Fabio Da Silva (QPR – lán), Oliver Norwood (Huddersfield – óuppgefið), Tomasz Kuszczak (frjáls sala), Ritchie de Laet (Leicester City – óuppgefið), Matthew James (Leicester City – óuppgefið)

Loka leikdagur síðastu leiktíðar er líklega ennþá ferskur í minni þeirra sem elska hinn fallega leik sem knattspyrnan er.  Ekki nóg með að einhver ruglaðasti endasprettur í sögu deildarinnar átti sér stað, heldur vann Man City deildina dramatískt á markamun. Eitthvað sem ekki hefur gerst áður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Ljóst er að þessi lokadagur síðustu leiktíðar situr fast í Lexa gamla hjá Man United, því sá gamli hefur sýnt á sér nýja hlið þetta sumarið.

Fagnaðarlæti voru United mönnum ekki efsti í huga eftir lokaleik síðasta tímabils.

Hingað til hefur karlinn eytt sumri sínu í að taka nokkrar holur á golfvöllum Skotlands, klappað veðhlaupahestinum sínum og spanderað svo nokkrum tugum milljónum punda í leikmenn á aldrinum 18-27 ára. Semsagt leikmenn sem eru við það að ná hátindi ferils síns. Robin van Persie er fimmti dýrasti leikmaðurinn í sögu Man Utd en hann er 29 ára, semsagt einsog gullregn í júní. Í bullandi blóma. Ástæðan fyrir þessari taktbreytingu er einföld og ég gef nú Sir Alex Ferguson orðið. „Hvað sem reynslu okkar í kapphlaupi um titla líður, þá var síðasta leiktíð öðruvísi. Það var í fyrsta skipti sem einhverjir unnu okkur á markamun. Það mun ekki gerast aftur, þið getið treyst mér fyrir því.“

Sir Alex ætlar semsagt ekki að kaupa leikmann og bíða eftir því að hann blómstri, hann vill fá mann sem er klár í bátana frá fyrstu mínútu. Ekki nóg með það heldur ætlar hann að blása til sóknar. Hann er núna búinn að mynda skuggalegan sóknarkvartett í þeim Rooney, van Persie, Chicharito og Danny Welbeck. Svo er hann með Nani, Valencia, Ashley Young og sumarliðann Shinji Kagawa þar fyrir aftan.

Ógurlegur sóknarkraftur

Lið Man Utd er ógnarsterkt og breiddin er svakaleg á flestum stöðum á vellinum. Helsta áhyggjuefnið hlýtur að vera vinstri bakvarðastaðan sem Patrice Evra er einn um að leysa en það hafa liðið ár og öld síðan hann sýndi sitt besta andlit tvo leiki í röð. Ef liðið verður laust við stórkostleg meiðsli og misvitrar twitter-færslur hjá Rio Ferdinand þá held ég að ljóst sé að það lið sem endar fyrir ofan Man Utd verði enskur meistari.

Það stefnir í það minnst í svakalega baráttu á milli Manchester liðana og í kjölfar kaupanna á van Persie þá hefur hitnað vel í kolunum. Munnvatnið hefur að minnsta kosti ekki sprautast fram í kjaftinn á undirrituðum af jafn mikum krafti síðan að það snarkaði í fyrstu nautasteik grillsumarsins. Tilfinningin núna er sú sama og þá, framundan er veisla með nautakjöti, bökuðum kartöflum og bearnaisesósu.

Lykilmenn: Vidic, Carrick, Rooney
Fylgstu með: Kagawa

Þessi pistill flokkast undir Man Utd, Premier, Spá, Upphitun. Beinn hlekkur hér.

Færðu inn athugasemd

Netfang þitt verður ekki birt.

*

Þú mátt nota þessi HTML efnisorð og eiginleika: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>