Spá Sjöunnar fyrir komandi tímabil: 3.sæti

3.sæti – Chelsea.

Stjóri: Roberto Di Matteo - Fyrirliði: John Terry

Heimavöllur: Stamford Bridge (41.837)

2011/2012: 6. sæti

Komnir: Marko Marin (Werder Bremen – óuppgefið) og Eden Hazard (Lille – óuppgefið)

Farnir: Jose Bosingwa (frjáls sala), Salomon Kalou (frjáls sala), Didier Drogba (frjáls sala), Romelu Lukaku (WBA – lán)

Ég held að óhætt sé að fullyrða að fæstir áttu von á því að Roberto Di Matteo myndi skila inn tveimur af þremur stærstu titlunum sem í boði var. Eigandi Chelsea, Rússinn geðþekki Roman Abramovic virtist meira að segja ekki hafa trú á því enda var Di Matteo aðeins ráðinn til bráðabirgða. Það sem meira er, Di Matteo fékk aðeins tveggja ára samning í kjölfarið á því að skila inn draumatitli Rússans, sjálfum Evrópumeistaratitlinum.

Nú er þó komið að Di Matteo að sanna sig sem manni sem getur fylgt eftir góðu gengi og stýrt liðinu til fleiri metorða. Til að hjálpa honum þá fjárfesti Roman Abramovich í Eden nokkrum Hazard einum eftirsóttasta bitanum á sumarmarkaðnum. Þá hefur Marko Marin gengið til liðs við félagið og er líklega ætlað að fylla skarðið sem að Salamon Kalou skilur eftir sig.

Stærsta skarðið er þó óumdeilanlega það sem Didier Drogba skilur eftir sig. Maðurinn sem nánast uppá sitt einsdæmi kláraði besta knattspyrnulið allra tíma, Barcelona. Chelsea hefur ekki fjárfest í það skarð, enda með 50m punda mann í handraðnum að nafni Fernando Torres. Það mun mikið mæða á spánverjanum við að fylla skarð Drogba. Það er til mikils mælst fyrir Torres sem er ennþá að leita að markaskónum sínum og er ekki á þá pressu bætandi.

Það er ljóst að fá lið erum með jafn marga kosti og möguleika þegar kemur að miðjumönnum. Árangur liðsins veltur á því hvort að þeir nái að stilla saman strengi sína, Torres nái sér í gang og að varnarlínan haldist meiðslafrí. Liðið er nokkuð þunnskipað í vörninni og aðeins tveir framherjar eru til taks.

Lið Chelsea er farið að minna undirritaðan svolítið á lið AC Milan síðustu ára. Gamlir jálkar sem virðast ódrepandi í bland við unga og efnilega leikmenn. Manchester liðin tvö eru þó að öllum líkindum of sterk fyrir þá bláklæddu en hrökkvi Torres í gang og nái Eden Hazard að standa undir væntingum þá skyldi aldrei afskrifa banhungraða Chelsea menn. Þeir verða klárir í bátana, svo mikið er víst.

Lykilmenn: John Terry, Fernando Torres og Frank Lampard
Fylgstu með: Eden Hazard

Þessi pistill flokkast undir Chelsea, Premier, Spá, Upphitun. Beinn hlekkur hér.

Eitt ummæli við Spá Sjöunnar fyrir komandi tímabil: 3.sæti

  1. halli says:

    þeir taka 2 s´æti og united 3

Færðu inn athugasemd

Netfang þitt verður ekki birt.

*

Þú mátt nota þessi HTML efnisorð og eiginleika: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>