Fantasy-deildin – 3.umferð

Þriðja umferðin fer að bresta á og það er spennandi að sjá hvað menn eins og GrandOrange, Maldo og Ibbjolfur gera en þetta eru þeir þrír sem eru efstir í opinberu Fantasy deild Sjöunnar og allir eiga þeir það sameiginlegt að spila með Tevez, Torres og Hazard. Þeir tveir síðarnefndu eiga ekki leik um helgina eins og flestir ættu að vita en rennum yfir hverjir eiga hagstæða leiki og hverjir ekki.Swansea eiga fjóra heimaleiki í næstu sex umferðum (Sunderland, Everton, Reading og Wigan) og miðað við að hafa skorað átta mörk og ekki fengið á sig neitt verður að teljast eina vitið að vera með einn til þrjá Swansea menn í liðinu sínu fyrir næstu umferðir. Michu heldur áfram að vera heitur og eftir markið sem hann skoraði á móti West Ham þá hefur hann hækkað um 0.4 í verði, kominn upp í 7.1miljónir. Dyer og Routledge hafa einnig verið sprækir fram á við og af þessum 3 mönnum er Routledge sá eini sem er ekki búinn að hækka, stendur enn í fimm miljónum sem er gjafaverð.

Þessir menn eru að raða inn stigum á hagstæðu verði.

Tottenham eiga en þá eftir að smella saman undir stjórn Villas-Boas en næstu leikir hjá liðinu verða að teljast í léttari kanntinum þar sem þeir fá Norwich, QPR og Aston Villa öll í heimsókn á White Hart Lane, allt lið sem hafa sýnt lítið merkilegt í deildinni eins og er, ásamt því að fara í heimsókn til Reading (eiga reyndar útileik á móti Man Utd fyrir leikinn á móti Aston Villa). Bale er vænlegasti kosturinn á miðjunni þar sem Villas-Boas er búinn að vera að rótera Gylfa Sig og Van der Vaart í holunni fyrir aftan framherjana og Adebayor hlýtur að detta inn í byrjunarliðið en hvort hann spili frammi með Defoe eða slái englendinginn úr liðinu er ekki ljóst.

Everton eiga fjóra útileiki á móti WBA, Swansea, Wigan og QPR ásamt heimaleik á móti Southampton og miðað við formið þeirra í fyrstu leikjum er ekki vitlaust að skella einum Everton manni í liðið sitt. Fellaini er búinn að vera skuggalega góður sem stuðningur við Jelavic fram á við og skoruðu þeir báðir í 1-3 sigri á Aston Villa. Pienaar hefur verið sprækur á miðjunni og Baines er alltaf fín fjárfesting, reyndar frekar dýr fyrir varnarmann en hann tekur flestar aukaspyrnur fyrir liðið og er hættulegur fram á við.

Everton ætla ekki að vera hægir af stað á þessu tímabili.

Að lokum er ekki hægt að horfa fram hjá Newcastle sem eiga þrjá „létta“ leiki í næstu fjórum umferðum, heimaleikir á móti Norwich og Aston Villa ásamt því að fara í heimsókn til Reading. Þessir leikir gætu gefið stig á báðum helmingum vallarins og því ekki vitlaust að hafa Krul í markinu á meðan Demba Ba, Papiss Cisse og Hatem Ben Arfa eru stöðug ógn fram á við.

Gott er að minna á að Chelsea og Reading eiga ekki leik um helgina þannig að fínt væri að losa sig við eitthvað af þeim mannskap eða skella þeim á bekkinn.

Þessi pistill flokkast undir Fantasy. Beinn hlekkur hér.

Eitt ummæli við Fantasy-deildin – 3.umferð

  1. Stefán Grétar says:

    Everton hafa ekki byrjað vel í ég veit ekki hvað mörg ár. Verður gaman að sjá hvort þeir ná að halda einbeitingu út tímabilið, spurning bara hvort þeir næli sér ekki í Meistaradeildarsæti.

Færðu inn athugasemd

Netfang þitt verður ekki birt.

*

Þú mátt nota þessi HTML efnisorð og eiginleika: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>