Manchester United – upphitun

Leikmenn komnir: Phil Jones, Ashley Young, David de Gea.

Leikmenn farnir: Edwin van der Sar (hættur), Paul Scholes (hættur), Owen Hargreaves, Wes Brown, Gabriel Obertan, John O’Shea, Nicky Ajose, Oliver Gill, Conor Devlin.

Lykilleikmenn: Nemanja Vidic, Wayne Rooney, Nani.

Ég skil ekki hvernig mönnum dettur í hug að tala um „stóru liðin fjögur“ í ensku úrvalsdeildinni. Einhverjir vilja jafnvel bæta Manchester City eða Tottenham við hópinn. Hvort um sig er fáránlegt. Það er nefnilega fáránlegt að menn vilji setja Manchester United í sama hóp og lið eins og Chelsea, Arsenal og Liverpool. Hvort sem að mönnum finnst það ömurlegt, skemmtilegt eða er alveg sama þá er United í algjörum sérflokki í ensku úrvalsdeildinni, og ætti að vera flokkað eftir því. Liðið hefur landað 12 titlum frá stofnun hennar 1992, á meðan að öll hin liðin hafa samtals náð í aðeins 7 titla. Með sigrinum í deildinni í vor komst United þar að auki fram úr Liverpool yfir flesta Englandsmeistaratitla frá upphafi vega, en titillinn var sá nítjándi.

Þrátt fyrir efasemdir margra fyrir ári síðan og ýmis skakkaföll gekk síðasta leiktíð í raun mjög vel hjá rauðu djöflunum og þrennan stóra var næstum dottin aftur í hús. Liðið vann deildina af öryggi en tapaði naumlega í undanúrslitum bikarsins og tímabilið hlaut nettan martraðarendi þegar Barcelona tók United-menn í sannkallaða kennslustund í úrslitaleik Meistaradeildarinnar.

Leikmannahópur United er bæði stór og góður eins og hann hefur lengi verið. Mér finnst hann klárlega líklegastur til að landa Englandsmeistaratitlinum á þessari leiktíð, en samt er ástæða til að hafa áhyggjur að ýmsu leyti. Rýnum aðeins betur í þetta.

Frábært úrval framherja og kantmanna

Hvað framherjamál snertir er United í ótrúlega góðum málum. Síðasta tímabil hófst á einhverju dramakasti hjá Wayne Rooney sem vildi fara frá félaginu en skrifaði svo undir langtímasamning. Hann lét svo ekkert að sér kveða fyrr en eftir áramót en var eftir það upp á sitt allra besta. Berbatov var einnig óstöðugur en varð á endanum markahæsti leikmaður deildarinnar, en mest kom á óvart að Mexíkóinn Javier Hernandez reyndist bara býsna vel slípaður demantur. Chicharito heillaði alla sem sáu til hans með leikgleði, ódrepandi baráttu og alls konar mörkum. Landsliðsmaðurinn Danny Welbeck er svo kominn til baka úr láni hjá Sunderland og mun veita mönnum aðhald eins og Michael Owen.

Það má binda vonir við Ashley Young

Ashley Young hefur bæst í hóp kantmanna hjá United og þar er á ferðinni virkilega góður spyrnumaður. Vonandi verða aukaspyrnur liðsins hættulegri með tilkomu hans. Antonio Valencia meiddist illa á síðustu leiktíð en kom firnasterkur til baka og Nani hefði náttúrulega átt að vera valinn leikmaður ársins en líður kannski fyrir að vera alveg drepleiðinlegur karakter. Með þessa kantmenn og sóknarmenn, og þann beinskeytta leikstíl sem United notar er nánast hægt að vorkenna andstæðingum liðsins.

En þá komum við að vandræðamáli. Á síðustu leiktíð sá maður leiki þar sem miðjuspil United var hreinlega hræðilegt ef Paul Scholes naut ekki við. Nú mun hans aldrei aftur njóta við. Michael Carrick, Darren Fletcher, Ryan Giggs og Anderson þurfa nú að bera hitann og þungann af miðjuspilinu ef ekki fæst nýr leikmaður og það er áhyggjumál. Fletcher er búinn að vera að glíma við veikindi í marga mánuði og var að mæta til æfinga á ný, Carrick er fínn varnarmiðjumaður og Anderson frekar mikið spurningamerki. Giggs hefur elst vel en er hundgamall og mun ekki spila alla leiki. Tom Cleverley, sem var á láni hjá Wigan á síðustu leiktíð, lofaði mjög góðu í leiknum um Samfélagsskjöldinn um helgina en það er erfitt að treysta á hann.

Þessir leikmenn eru auðvitað góðir en United hefði að mínu mati átt að hafa það sem forgangsmál í sumar að festa kaup á miðjumanni til að leysa Scholes af hólmi. Það hefur enn ekki tekist en útlit er fyrir að Wesley Sneijder komi á Old Trafford og gangi það eftir yrði liðið nánast fullkomið.

Vörnin er firnasterk hjá United en ég veit ekki alveg með brasilísku tvíburana Rafael og Fabio. Þeir eru gríðarlega skemmtilegir á að horfa en nógu villtir til að eyðileggja fyrir liðsfélögum sínum. Miðvarðaúrvalið er hins vegar magnað.

Van der Sar skilur eftir vandfyllt skarð

Seinna vandræðamálið hjá United er svo markvörðurinn. Spánverjinn ungi David de Gea var fenginn til að leysa af hólmi Edwin van der Sar, sem átti mjög stóran þátt í velgengni United á síðustu leiktíð, og mér finnst alveg ljóst að hann fyllir ekki í skarð Hollendingsins. Ég vil ekki gera of mikið úr mistökum De Gea gegn City um síðustu helgi en ég er skíthræddur um að hann muni þurfa of langan tíma til að aðlagast. Gæjinn kann ekki einu sinni ensku. Anders Lindegaard og Tomasz Kuszczak eru einnig til taks en markvarðarstaðan virðist vera vesen.

Old Trafford reyndist United vel á síðustu leiktíð. Liðið sallaði inn mörkum þar og vann 18 heimaleiki í deildinni, gerði 1 jafntefli og töpuðu engum. Í þessum 19 heimaleikjum hélt United hreinu í 10 leikjum. Á útivelli var allt annað uppi á teningnum og United vann aðeins 5 útileiki, gerði 10 jafntefli og tapaði fjórum. Liðið hélt þó markinu hreinu í 5 útileikjum.

Það þarf ekki að fara mörgum orðum um markmið United á þessari leiktíð. Liðið ætlar sér sigur í deildinni og ég reikna með að það gangi eftir einfaldlega vegna þess að ég sé engan annan kandídat sem er sterkari. Með Sneijder í liðinu væri ég hins vegar bjartsýnni á árangur í Meistaradeildinni þar sem eitt besta lið sögunnar bíður.

Endum þetta á hressandi byrjunarliði en þar eru auðvitað fjölmargir möguleikar í stöðunni. Hernandez væri í þessu byrjunarliði ef hann væri ekki enn að jafna sig af heilahristing.

Besta byrjunarlið deildarinnar?

Þessi pistill flokkast undir Man Utd, Premier, Upphitun. Beinn hlekkur hér.

18 Ummæli við Manchester United – upphitun

 1. Kristján says:

  Mjög litaður pistill

 2. sindri says:

  Já, það þarf nú varla að taka fram að ég borinn og barnfæddur United-maður. Það er ekkert leyndarmál. En hverju ertu ósammála Kristján?

 3. Kristján says:

  Mér finnst nú að þeir sem eru að skirfa svona pistla eigi að gæta hlutleysis, allavega að taka það fram í svona pistil, þar sem þetta er ekki síða aðeins fyrir eitt lið heldur um öll liðin í deildinni.

 4. sindri says:

  Ókey, en hverju ertu svona ósammála? Það er ekki eins og óveðursskýin hrannist upp á Old Trafford.

 5. Daði Freyr says:

  Nú er ég frekar litaður líka samt bara svipað og Gary Neville vinur minn, en ég er samt ósammála um að Nani sé lykilmaður í þessu liði. Ég hef aldrei horft á byrjunarlið og verið óánægður með það. Mér finnst frekar Evra vera það þegar Vidic og Evra eru með er ég nokkuð rólegur.
  Annars erum við nokkuð safe fyrir árið því að eina staðan sem er búinn veikjast hjá okkur er markmaðurinn. Erum annars nokkurn veginn með sama lið, það er alltaf slæmt að missa enn eins og Scholes hefur hann nú ekki spilað mikið seinustu 2 ár.

 6. Hjalti R says:

  Þetta er pistillinn sem maður hefur verið að bíða eftir.

  Það er alveg rétt að án manns eins og Sneijder vantar að stjórna spilinu á miðjunni en mér finnst líklegt að Rooney dragi sig aðeins til baka eins og hann hefur verið að gera og leysi þannig hlutverkið ásamt Nani, Valencia, Giggs og Young á köntunum. Rooney þarf samt að vera heill og í toppformi til þess að United eigi eftir að blómstra því að án hans er ég hræddur um að það vanti mikið upp á.

  • Netanang says:

   Hejsan de4r!Mitt drf6mjobb skulle jag vilja vara ne5got inom mode eller blir en mroabldggeoe, men eftersom jag ge5r Barn Fritid som linje pe5 min skola se5 kommer det ju inte bli se5. Kom ge4rna med MODE fre5gor

 7. Já, þetta er alls ekki hlutlaus pistill en við gefum okkur reyndar ekki út fyrir að vera hlutlausir. Þetta er ekki fréttasíða heldur bloggsíða og við sem höldum henni úti munum tjá skoðanir okkar hér. Ef menn eru ósammála þeim þá er ekki um neitt annað að ræða en að hrekja þá sköðun með gildum rökum.

  Ég held að það séu vel flestir sammála um það að spá United titlinum í ár. Þetta er heilsteyptasta liðið og með stjóra sem kann þetta allt saman. United er liðið sem hin liðin þurfa að sigra, hvort sem að Sneijder kemur eða ekki. Persónulega held ég að Ferguson sé að reyna að minnka áhersluna á að miðjumennirnir skori mörk og sæki fram á við. Þegar Ronaldo var í liðinu höfðu miðjumennirnir þeir það hlutverk að sitja til baka og vinna boltann. Síðustu tvö ár hefur Ferguson gert þá kröfu um að miðjumennirnir sæki fram á við og að mínu mati hefur þessi tilraun mistekist. Fletcher og Carrick eru einfaldlega ekki mennirnir í það. Þeir eru hinsvegar fantagóðir varnarmiðjumenn og ég held að það sé hlutverkið sem þeir fái í vetur.

 8. Stefan says:

  Ja thad var audvitad aldrei spurning um ad thessi pistill yrdi litadur med svo marga Man Utd menn i skrifum. Satt ad segja vidurkenni eg fuslega ad thad er ekkert lid ad komast med taernar thar sem United hefur haelana (midad vid titlafjolda sidan deildin var stofnud). Ad spa United titlinum er eins og ad kasta pening og vedja a skjaldamerkid (meira segja betri lykur en thad). En ad horfa a komandi leiktid tha er eg ekki ad sja thetta endurtaka sig, heimavollurinn 18 sigrar og eitt jafntefli, thad er audvitad rugl gott og var thad sem skiladi theim titlinum en utivollurinn er satt ad segja bara lelegur, get ekki sagt annad. Arsenal, Chelsea, Tottenham og Manchester City gerdu öll betur a útivelli.

  Thetta er otrulega gott lid en ef eitthvad skyldi klikka a heimavellinum tha er enginn titill i bodi.

  Vardandi thessi midjumanna vandamal, Man Utd verda ekki i vandraedum med ad bera boltann upp völlinn könntana og eru med fina varnarsinnada midjumenn (+ Giggs). Their thurfa hreinlega ekki offensive midjumann med nani, valencia eda Young vid hlidarlinurnar. Hvad tha ef eg minnist ekki a hvad Rooney kemur oft djupt nidur eftir boltanum.

  Manchester eru lyklegastir ad taka titilinn i ar en eg myndi vedja a annan hest. Eg segji frekar ad their taki Meistaradeildina i ar.

 9. Ég verð að játa að ég sé ekki annað lið en Barca taka Meistaradeildina í ár. Það þarf eitthvað virkilega mikið að gerast til þess að annað gerist, sérstaklega fyrst þeir eru að fá Fabregas (að öllum líkindum).

 10. stefàn grètar says:

  ef fabregas fer dettur einhver godur ùt i stadinn, litid verdur ekkert thad rosalegra. En gud hjalpi mér ef barcelona tekur meistardeildina, thetta eru vissulega snillingar med boltann en eg er kominn med leid a reitarbolta! Eg get ekki verid sà eini theirrar skodunar?

 11. Hjalti R says:

  Ég er samt ekki eins viss og þið að United eigi eftir að hrifsa þennan titil. Vissulega eru þeir ógnarsterkir eins og síðustu ár en City mun veita þeim samkeppni og svo líta Liverpool alltaf sterkari út. Þeir eru búnir að auka breiddina hjá sér og eru loksins komnir með 2 framherja sem eiga að geta skorað.

  Auk þess má aldrei afskrifa Chelsea og Arsenal, þó Arsenal séu krakkar og Chelsea gamlir menn.

 12. eymundur says:

  Stefán, þó að útivöllurinn hafi verið lélegur á síðustu leiktíð þá verður hann ekkert endilega lélegur í ár. Þannig að þótt Man Utd muni alveg örugglega ekki taka jafnmörg stig heima þá er alveg titill í boði spái ég.

  Annars er ég sammála þessum lykilmönnum. Nani var algjör lykilmaður á síðustu leiktíð þegar Rooney fór í fýlu. Evra átti ekki gott tímabil í fyrra miðað við hans standard. Ef við lítum á Samfélgsskjöldurinn þá staðfestir sá leikur þá greiningu.

 13. Ellert says:

  Að sjálfsögðu eru Man Utd sigurstranglegastir. Þeir vinna þetta yfirleitt alltaf og þó að oft muni ekki mörgum stigum á efstu liðum að þá nær Utd yfirleitt í nokkur aukastig með óhefðbundnum aðferðum.

  http://www.youtube.com/watch?v=EUgP96XjEpY

  Það getur vissulega komið sér vel að fá nokkra svona leiki þegar ílla gengur. Vonum bara að þetta komi ekki fyrir á þessari leiktíð:)

 14. Stefan Gretar says:

  Ja Eymindur thad er örugglega rétt hjá thér. Eg er thó ekki thad viss um ad United taki thetta aftur i ar. Deildin hefur aldrei verid jafn jöfn og núna. Er viss um ad margt eigi eftir ad koma á óvart.

  Minir menn Liverpool geta thessvegna tekid titilinn eda skitid a sig. Their eru med thad gott lid ad allt er haegt. Eg er ordinn rosa spenntur fyrir helginni.

 15. Þetta er alveg einstaklega ómálefnanlegt komment Ellert. Þetta er orðin mjög þreytt afsökun stuðningsmanna annara liða um að United fái allt gefins frá dómurunum. Ég bendi þér á þessa grein: http://therepublikofmancunia.com/stats-who-do-the-refs-favour-united-liverpool-arsenal-chelsea-or-city/

  Eigum við eitthvað að minnast á einelti FA gegn United á meðan önnur lið sleppa við það nákvæmlega sama?

 16. Hjalti R says:

  Tryggvi það er bara 404 á bakvið þennan link

 17. I don’t even know how I ended up here, but I thought
  this post was great. I don’t know who you are but certainly
  you’re going to a famous blogger if you are not already ;) Cheers!

Færðu inn athugasemd

Netfang þitt verður ekki birt.

*

Þú mátt nota þessi HTML efnisorð og eiginleika: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>