Wolverhampton Wanderers – upphitun

Leikmenn inn: Roger Johnson, Dorus de Vries, Jamie O’Hara

Leikmenn út: Adriano Basso, Greg Halford, David Jones, Marcus Hahnemann, Nathan Rooney, John Dunleavy

Lykilleikmenn: Matt Jarvis, Roger Johnson, Steven Fletcher

Þá er komið að Wolverhampton Wanderers, Wolves eða Úlfunum. Þetta fyrrum stórveldi og Íslendingalið er á sínu þriðja ári í röð í úrvalsdeildinni eftir að hafa komist í gegnum hið erfiða annað tímabil með naumindum. Það eru kannski ekki allir sem gera sér grein fyrir að hér er á ferðinni gömul forynja sem ekki ætti að vanmeta í sögulegu samhengi, Balroggur ensku knattspyrnunnar ef svo má segja. Þrír meistaratitlar, fjórir bikartitlar, tveir deildarbikartitlar og einn sigur í Evrópukeppni félagsliða tala sínu máli og setur liðið í topp 10 yfir sigursælustu klúbba Bretlandseyja. Hér skal þó tekið fram að gullöld félagsins var á 6. áratug síðustu aldar og síðasti stóri titill kom árið 1980, en söguna skal ekki vanmeta. Það hafa verið margir tilkallaðir en fáir útvaldir til að koma liðinu í deild þeirra bestu á nýjan leik. Hinn útvaldi er Mick McCarthy og sá kallar ekki allt ömmu sína enda ekki hver sem er sem hendir Roy Keane heim af HM.

Síðasta tímabil hjá Úlfunum virtist lengi vel ætla að enda með ósköpum. Í 6. umferð deildarinnar plantaði liðið sér í fallsæti þar sem þeir héldu sig þar til í 36. umferð þegar þeir skriðu upp í 17. sætið. Sætið var svo tryggt í lokaumferðinni, þrátt fyrir tap, eftir einhvern rosalegasta fallslag í sögu úrvalsdeildarinnar. Liðið tapaði 20 leikjum á síðasta tímabili, mest allra liða, en þrátt fyrir þetta voru þeir liðið sem batt enda á taplausa hrinu Man Utd þegar þeir unnu 2-1 á heimavelli.
Bikarkeppnirnar voru soldið hvorki né hjá þeim þar sem Úlfarnir voru slegnir út af Stoke og Man Utd í FA Cup annarsvegar og Deildarbikar hinsvegar, hvoru tveggja í 4. umferð.

Jarvis var kosinn leikmaður ársins hjá Wolves á síðustu leiktíð

Að mínu mati er þeirra mest spennandi leikmaður Matt nokkur Jarvis, fínasti kantmaður sem er öskufljótur og þurfa bakverðir andstæðinganna jafnan að taka panodíl eftir leik þar sem það er helvíti gott við að slá á höfuðverk. Þá hafa þeir fengið til liðs við sig Jamie O’Hara sem á góðum degi getur verið stórfínn miðjumaður. Dorus De Vries kom á frjálsri sölu frá Swansea og verður líklega markmaður nr. 1 á Molineux. Þá hefur hinn eftirsótti Roger Johnson komið frá Birmingham en Mick McCarthy greindi frá því á dögunum að rifrildi við hann þegar Johnson lék hjá Birmingham hafi sannfært sig um að gera hann að fyrirliða liðsins. Hann mun því leiða Úlfana á Ewood Park í stað Karl Henry sem gegndi stöðu fyrirliða á síðasta tímabili.

Þrátt fyrir að leikmannahópurinn sé örlítið sterkari heldur en á sama tíma í fyrra er erfitt að ímynda sér að Úlfarnir nái að slíta sig almennilega frá fallslagnum. Liðið er þó ekki að reiða sig á einhvern einn eða tvo leikmenn til að ná úrslitum, þetta er liðsíþrótt og Mick McCarthy spilar íþróttina sem slíka. Þá hafa þeir komist í gegnum fallslaginn síðustu tvö tímabil, reynsla sem mun líklega reynast dýrmæt þegar maímánuður bankar á dyrnar.

Jamie O’Hara, Kevin Doyle og Matt Jarvis eru allir tæpir fyrir fyrsta leik en líklegt byrjunarlið er eitthvað á þessa leið (beðist er afsökunar á gulum búningum, en appelsínugulir voru ekki til):

Þessi pistill flokkast undir Premier, Upphitun, Wolves. Beinn hlekkur hér.

Færðu inn athugasemd

Netfang þitt verður ekki birt.

*

Þú mátt nota þessi HTML efnisorð og eiginleika: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>