Spá Sjöunnar fyrir komandi tímabil: 8-10. sæti.

Hér birtum við spá okkar fyrir þau lið sem við teljum að verði í miðjumoðinu en gætu þó hugsanlega gert atlögu að Evrópusæti ef allt gengur eftir. Síðar í dag kemur inn spá okkar fyrir hvaða lið við teljum að muni enda í 7. sæti. Meira

Líkleg félagaskipti í janúar

Persónulega hef ég takmarkaðan áhuga á þessum ef/hefði/kannski-félagaskiptafréttum sem hellast yfir fótboltafíkla í janúar nú þegar glugginn opnast, einfaldlega vegna þess að ég hef lesið allt of margar bullfréttir. Talið frekar við mig þegar viðkomandi leikmenn eru komnir upp í flugvél á leið í nýtt félag, eða já, alla vega þegar fréttirnar eru ekki algjört slúður heldur bara frekar sennilegar. Af þessum sökum hef ég smám saman hætt að eltast við hugsanlegrafélagaskiptafréttir um hvippinn og hvappinn. Samkvæmt hugmynd ráðagóðs vinar hef ég hins vegar til gamans oft kíkt á veðmálasíðu Sky, þar sem gefnir eru stuðlar á helstu félagaskiptin sem eru í spilunum. Síðan hefur reynst ágætlega sannspá í þessum efnum og um að gera að renna yfir líklegustu félagaskiptin að mati Sky.

Meira

Mynd vikunnar

Gleði fyrir leik Everton og Manchester City.

Meira

Yfirlit yfir kaup og sölur síðustu viku.

Dagurinn sem allir Bretar eiga skyldmenni á flugvöllum landsins er liðinn. Nú þegar rykið hefur sest er ekki úr vegi að renna yfir það sem gekk á í gær. Það bar helst að Arsenal tókst að fylla upp í þau skörð sem skilin voru eftir en liðið hefur þó veikst frá síðasta tímabili. Liverpool tókst á undraverðan hátt að losa sig við mikið af leikmönnum sem voru bara að hirða launin sín. Tottenham hélt útsölu en nældu sér einnig í Scott Parker á litlar 5 milljónir (Wenger, halló!) og Fulham nældu sér í Brian Ruiz sem margir voru spenntir fyrir. Hér er yfirlit yfir kaup og sölur gærdagsins og  að auki hef ég tekið með þau félagskipti sem hafa nýlega gengið í gegn: Meira

Everton – upphitun

Heimavöllur: Goodison Park (40158)
Framkvæmdastjóri:  David Moyes
Fyrirliði: Phil Neville
Síðasta tímabil: 7. sæti
Leikmenn inn: http://evertontime.com/
Leikmenn út: James Vaughan, Kieran Agard, Ian Turner
Lykilleikmenn: Arteta, Cahill, Saha, Jagielka

 Everton er lið sem er mjög áhugavert að fylgjast með, þeir hafa lengi endað um miðbik deildarinnar þrátt fyrir að lítið fjármagn sé til staðar. Þeim árangri er David Moyes að þakka sem hefur staðið sig vel með liðið í þau ár sem hann hefur verið við stjórnvölinn og hefur hann verið nefndur sem mögulegur arftaki Alex Ferguson. Síðan hann tók við liðinu árið 2002 hefur liðið endað fyrir ofan miðju fyrir utan tímabilið 03/04 þegar það endaði í sautjánda sæti. Árið eftir endaði Everton í fjórða sæti og tryggði sér umspil um sæti í Meistaradeildinni en tapaði því gegn Villarreal.

Meira