Spá Sjöunnar fyrir komandi tímabil: 14-16. sæti

Hér er spáin fyrir 14-16. sæti. Við reiknum með að þau lið sem verði í 14-20. sæti verði öll viðloðandi fallbaráttuna og séu í raun öll í hættu á að falla niður um deild. Hér má finna spánna fyrir 17-20. sæti.

Meira

WBA – upphitun

Leikmenn komnir: Zoltan Gera, Ben Foster (lán), Gareth McAuley, Billy Jones.

Leikmenn farnir: Borja Valero, Boaz Myhill, Marcus Haber, Gianni Zuiverloon, Scott Carson, Ryan Allsop, Abdoulaye Meite.

Lykilleikmenn: Peter Odemwingie, Youssuf Mulumbu, Chris Brunt.

Flestir spáðu því að WBA myndi falla beint aftur niður úr úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð enda hefur liðið verið á flakki milli deilda síðustu árin og leikmannahópurinn virtist ekki vera neitt til að hrópa húrra yfir. Liðinu gekk líka bölvanlega fram í febrúar og náði í 23 stig úr 25 leikjum undir stjórn Roberto Di Matteo og var hann látinn fara. Þá allt í einu birtist bjargvætturinn Hodgson hvítrauður í framan eftir að hafa floppað með Liverpool. Roy Hodgson virðist vera snillingur í að ná miklu út úr litlum liðum og undir hans stjórn tapaði WBA aðeins tveimur leikjum af 13 og náði í 21 stig, nánast jafnmikið og í 25 leikjum undir stjórn Di Matteo. Að lokum endaði liðið í 11. sæti sem er frábær árangur.

Meira