Spá Sjöunnar fyrir komandi tímabil: 11-13. sæti

Spá okkar heldur áfram. Hér rennum við yfir hvaða lið við teljum að endi tímabilið í miðjumoðinu. 11-13. sæti:

Meira

Yfirlit yfir kaup og sölur síðustu viku.

Dagurinn sem allir Bretar eiga skyldmenni á flugvöllum landsins er liðinn. Nú þegar rykið hefur sest er ekki úr vegi að renna yfir það sem gekk á í gær. Það bar helst að Arsenal tókst að fylla upp í þau skörð sem skilin voru eftir en liðið hefur þó veikst frá síðasta tímabili. Liverpool tókst á undraverðan hátt að losa sig við mikið af leikmönnum sem voru bara að hirða launin sín. Tottenham hélt útsölu en nældu sér einnig í Scott Parker á litlar 5 milljónir (Wenger, halló!) og Fulham nældu sér í Brian Ruiz sem margir voru spenntir fyrir. Hér er yfirlit yfir kaup og sölur gærdagsins og  að auki hef ég tekið með þau félagskipti sem hafa nýlega gengið í gegn: Meira

Stoke – upphitun

 Komnir: Jonathan Woodgate

Farnir: Abdoulae Faye

Lykilmenn: Ryan Shawcross, Rory Delap, Matthew Etherington

Stoke City er lið sem margir elska að hata. Þeir mæta í hvern einasta leik með það að hugarfari að berjast eins og ljón, spila þétta vörn og treysta á föst leikatriði. Það er hundleiðinlegt fyrir lið að mæta á Britannia Stadium því þar er ekkert gefins. Tony Pulis hefur nú verið með liðið í 5 ár og hefur liðið vaxið hægt og rólega undir hans stjórn. Frá því að hann kom liðinu upp árið 2008 hefur liðið fest sig í sessi sem Úrvaldsdeilarlið og undir stjórn Pulis hefur liðið ekki verið í fallbaráttu í lok tímabilsins. Á síðasta tímabili lauk liðið tímabilinu í 13. sæti en liðið komst hinsvegar alla lið í úrslit FA-bikarsins þar sem það tapaði fyrir Manchester City. Stoke City mun hinsvegar spila í Evrópudeildinni á þessu tímabili í ljósi þess að City komst í Meistaradeildina.

Meira