Swansea – upphitun

Komnir: Danny Graham, José Moreira, Steven Caulker (lán)

Farnir: Dorus de Vries, Daniel Pratley, Cedric van der Gun, Albert Serrán, Yves Ma-Kalambay

Lykilmenn: Scott Sinclair, Ashley Williams

Það er alltaf gaman þegar lið sem maður hefur ekki séð áður í Úrvalsdeildinni koma upp. Þegar dregur að lokum Championship deildarinnar held ég alltaf með þeim liðum sem ég hef ekki séð áður í Úrvalsdeildinni. Ég verð því alsæll þegar lið Swansea hefur leik í Úrvalsdeildinni. Swansea endaði tímabilið í Championship í þriðja sæti og komst upp í efstu deild með 4-2 sigri á Reading i urslitakeppninni um að komast upp Til gamans má geta að með þeim sigri komst félagið í hóp fárra liða sem unnið hafa bikar á gamla Wembley, nýja Wembley og Þúsaldarvellinum.  Núverandi stjóri, Brendan Rogers, lætur liðið spila skemmtilegan fótbolta og því verður afar fróðlegt að sjá hvernig Swansea mönnum eigi eftir að vegna í deildinni á komandi tímabili.

Meira