Spá Sjöunnar fyrir komandi tímabil: 3.sæti

3.sæti – Chelsea.

Stjóri: Roberto Di Matteo - Fyrirliði: John Terry

Heimavöllur: Stamford Bridge (41.837)

2011/2012: 6. sæti

Komnir: Marko Marin (Werder Bremen – óuppgefið) og Eden Hazard (Lille – óuppgefið)

Farnir: Jose Bosingwa (frjáls sala), Salomon Kalou (frjáls sala), Didier Drogba (frjáls sala), Romelu Lukaku (WBA – lán) Meira

Stórleikur kvöldsins.

Það verður sannkallaður stórleikur í Manchester í kvöld þegar Ítalarnir og nafnarnir Mancini og Di Matteo mættast í kvöld með lið sín, Manchester City og Chelsea. City-liðinu hefur örlítið skrikað fótur undanfarið eftir öflugustu byrjun í sögu Úrvalsdeildarinnar. Chelsea-menn eru hinsvegar á miklu skriði nú þegar leikmenn liðsins eru farnir að nenna að leggja sig fram á ný, þeir hafa unnið alla 4 leiki liðsins undur stjórn Di Matteo og mæta því sjóðandi heitir á Etihad-völlinn. Ekkert lið hefur hinsvegar náð árangri á þeim velli á þessu tímabili en City-liðið hefur ekki tapað leik á heimavelli og aðeins fengið á sig 6 mörk. Þeir geta einnig sett met en ekkert lið hefur unnið 19 leiki í röð á heimavelli í sögu Úrvalsdeildarnnar. Þetta er því sannkallað vígi en það er af sem áður var þegar liðið spilaði á Maine Road og andstæðingarnir gátu nánast bókað 3 stig.

Meira

Roman lætur til skarar skríða, aftur

Línurnar eru farnar að skýrast í baráttunni um fjórða sætið og stjóri eins af stærstu liðanna var látin taka pokann sinn. Það er varla hægt að biðja um meira yfir eina skitna helgi. Arsenal vann mikilvægan sigur gegn Liverpool í baráttunni um meistaradeildarsæti á meðan Chelsea, Tottenham og Newcastle töpuðu stigum. Manchester United heldur áfram að elta Mancini og co eins og skuggann. Þetta féll þó allt í skuggann á stórfrétt helgarinnar: Eftir að hafa gist í tjaldi á æfingarsvæði Chelsea eftir leikinn gegn WBA var André Villas-Boas kallaður á fund og var honum tilkynnt að hann þyrfti að taka saman eigur sínar í poka og fara með hann eitthvað annað. Ekki í fyrsta sinn sem Roman Abramovich segir knattspyrnustjóra upp störfum. Meira

Þriðja heims vandamálið

Senn líður að jólum og þá leitar hugur margra til Afríku. Ástæðan er einföld, Afríkumótið í knattspyrnu hefur sín áhrif á ensku úrvalsdeildina. Nokkur stór lið þurfa að sjá á eftir sterkum leikmönnum í mótið sem stendur yfir í 23 daga, frá 21. janúar til 12. febrúar. Landsliðin mega samkvæmt reglum FIFA fá leikmenn til sín tveimur vikum áður en Afríkumótið hefst og því verða leikirnir 3. og 4. janúar síðustu deildarleikir manna á borð við Demba Ba og Didier Drogba í bili.

Yaya Touré er lykilmaður hjá Fílabeinsströndinni.

Yaya Touré lýsti á dögunum hve erfitt honum þætti að yfirgefa Manchester City í miðri titilbaráttu. Gangi allt upp hjá Fílabeinsströndinni og liðið komist í úrslitaleikinn 12. febrúar myndi það þýða að Touré missi af hvorki fleiri né færri en fimm deildarleikjum, auk seinni undanúrslitaleiksins við Liverpool í deildabikarnum. Svo má ekki gleyma hættunni á skotárásum og malaríu sem gæti haldið mönnum enn lengur frá.

Meira

Leiðinlegir en mikilvægir

Þeir skora sárasjaldan og eiga fáar skriðtæklingar á síðustu stundu sem bjarga marki. Þeir eru sjaldan mest áberandi leikmennirnir á vellinum, og enn síður þegar horft er á leiki á vesælum sjónvarpsskjá. Það má vel vera að þeir séu hrókar alls fagnaðar á mannamótum víðs vegar, en þegar fótboltaleikur er í gangi eru þeir í hópi leiðinlegustu manna. Án þeirra eru lið hins vegar eins og bremsulaus bíll – slys í uppsiglingu. Hvaða leikmann vantaði þegar City valtaði yfir United? Eða þegar United niðurlægði Arsenal? Get ég fengið D? M? C? Jú, við erum að tala um varnarsinnuðu miðjumennina.

Varnarsinnaði miðjumaðurinn (aftasti miðjumaður, varnartengiliður eða hvað þið viljið kalla þá) hefur tvö hlutverk; að brjóta niður og byggja upp. Hann þarf ekki að hafa spretthraða eða markanef, heldur vel tímasett inngrip og tæklingar, og góða sendingagetu. Menn í þessari stöðu eru misvel kostum búnir en mig langar að ræða um þá í sambandi við bestu lið ensku úrvalsdeildarinnar.

Meira