Félagaskiptaglugginn lokar.

Við ætlum að fylgjast með þessum æsispennandi degi hér á Sjöunni. Lesa meira

Birt undir Félagsskipti, Premier | Skildu eftir ummæli

Fantasy-deildin – 2.umferð

Nú fer að bresta á önnur umferð í deildinni og því um að gera að skoða hvaða lið eiga góða leiki og hvaða leikmenn gætu farið að hala inn stigum.

Swansea áttu stórleik á móti QPR í síðustu umferð og má reikna með að menn eins og Michu, Dyer og Vorm verði ofarlega á lista hjá Fantasy stjórum á næstunni þar sem Swansea á fimm heimaleiki í næstu sjö umferðum (West Ham, Sunderland, Everton, Reading og Wigan). Síðan er aðeins tímaspursmál hvenær Danny Graham (6.0) dettur í gang eftir að hafa verið sjóðheitur á undirbúningstímabilinu og ekki er ólíklegt að hann setji nokkur á Liberty vellinum í næstu leikjum. Lesa meira

Birt undir Fantasy, Uncategorized | Skildu eftir ummæli

Fantasy-deild – Uppgjör fyrstu umferðar.

Í kvöld lauk fyrstu umferðinni og ljóst hvernig mál standa hjá öllum Fantasy-stjórum heimsins. Ekki er hægt að segja annað en nýju mennirnir í deildinni hafi byrjað af krafti. Lesa meira

Birt undir Fantasy | 5 Ummæli

„Ég vil fá titilinn minn aftur“

Nú er fyrstu umferð tímabilsins nánast lokið og óhætt að segja hún hafi heldur betur staðið undir væntingum. Í kvöld mun tímabilið klárast þegar leikmenn Manchester United hefja titilbaráttuna á Goodison Park gegn Everton. Stóra spurningin fyrir þennan leik er hvort að Robin van Persie muni spila sinn fyrsta leik fyrir United. Þeirri spurningu verður auðsvarað í kvöld en við gætum einnig fengið vísbendingu um svar við annari spurningu sem hefur vaknað í kolli knattspyrnuáhugamanna eftir þessi kaup. Hvernig mun Robin van Persie passa inn í lið United og hvernig mun liðið spila með van Persie innanborðs? Lesa meira

Birt undir Man Utd, Umfjöllun | 14 Ummæli

Spá Sjöunnar fyrir komandi tímabil: Meistarar

1. sæti – Manchester City

Stjóri: Roberto Mancini – Fyrirliði: Vincent Kompany

Heimavöllur: Etihad-völlurinn (47.726)

2011/2012: 1.sæti

Komnir: Jack Rodwell (Everton -12m)

Farnir: Owen Hargreaves Lesa meira

Birt undir Man City, Spá, Upphitun | 5 Ummæli